BMW byggir nýja verksmiðju í Mexíkó

BMW framleiðir „Neue Klasse“ rafbíla sem nota rafhlöður og rafhlöðupakka í Mexíkó

Samstæðan fjárfestir 800 milljónir evra í verksmiðju sinni í San Luis Potosí, Mexíkó.

BMW Group tilkynnti um 800 milljónir evra fjárfestingu tengda smíði á rafbílum sem aðeins nota rafhlöður (BEV) í verksmiðju sinni í San Luis Potosí í Mexíkó.

image

Hér eru þjarkar að setja saman BMW bíl í fjölmiðlaferð í verksmiðju þýska bílaframleiðandans BMW í San Luis Potosi, Mexíkó, 3. febrúar 2023. Mynd REUTERS/Toya Sarno Jordan.

Milan Nedeljković, stjórnarmaður BMW AG sem ber ábyrgð á framleiðslu, í San Luis Potos sagði:

    • „Við erum kerfisbundið að miða framleiðslunet okkar í átt að rafbílum. Í Mexíkó erum við að fjárfesta 800 milljónir evra í verksmiðju okkar og skapa um 1.000 ný störf,“
    • „Fyrstu bílarnir í „NEUE KLASSE“ munu koma úr framleiðslulínunni í verksmiðjunni okkar í Debrecen, Ungverjalandi, frá og með 2025, og síðan frá aðalverksmiðjunni í München. Við munum ná auknu magni með því að samþætta „NEUE KLASSE“ við Plant San Luis Potosí frá 2027 og á komandi árum“.

image

Milan Nedeljkovic, framleiðslustjóri BMW, og Harald Gottsche, stjórnandi verksmiðju BMW Group í San Luis Potosi, þegar tilkynnt var um milljón dollara stækkun í verksmiðju þýska bílaframleiðandans BMW í San Luis Potosi, Mexíkó 3. febrúar 2023 Mynd: REUTERS/Toya Sarno Jordan

image

Það verður rúmt um nýju verksmiðju BMW í Mexíkó og hægt að stækka verksmiðjuna ef þörfin kallar á slíkt

Svo virðist sem Mexíkó sé að laða að sér mikið af rafbílafjárfestingum nú á dögum, þar á meðal Ford (stækkun á Mustang Mach-E framleiðslu), General Motors og hugsanlega líka Tesla. Gert er ráð fyrir að Nidec framleiði rafdrifnnar einingar í landinu, en sumir rafhlöðuframleiðendur íhuga rafhlöðuverksmiðjufjárfestingu (eins og CATL).

(fréttir á vef INSIDEEVs og REUTERS)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is