Innsendar myndir frá Úkraínu

Einn af lesendum Bílabloggsins Hafliði Birgir Ísólfsson sendi okkur myndir af gömlum bílum í Úkraínu sem urðu á vegi hans þar.

„Gömlu bílarnir eru allir rússneskir og misfallegir en eiga allir það sameiginlegt að rúlla af gömlum vana“ segir Hafliði.

Hér koma myndirnar og það væri gaman ef lesendur gætu nefnt bíltegundir, árgerðina og fleiri upplýsingar um þá. Eins konar Páskaleikur en verðlaunin eru bara montrétturinn fyrir þá sem vita eða giska á allt rétt.

image
image
image
image
image
image
image
image
image

Við svindlum þó aðeins því bíltegundin sem sést á síðustu 4 myndunum er skv. Hafliða og lesa má á bílnum:

Mér finnst framendinn líkjast Renault Fuego og afturendinn minnir á Lada Samara sem búið er að stytta, ég er ekki viss um árgerð.“ Hver er árgerðin, veit einhver það?

Lesendum er alltaf velkomið að senda okkur myndefni og óska eftir umfjöllun um hvaðeina sem varðar bíla og það verður nær örugglega birt.

Gleðilega Páska!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is