Leiðandi samstarfsaðilar ganga til liðs við Polestar 0 verkefnið

Vitesco, Stora Enso og sex nýir samstarfsaðilar ganga til liðs við Polestar 0 verkefnið

    • Átta nýir alþjóðlega leiðandi samstarfsaðilar ganga til liðs við Polestar 0 verkefnið við sköpun á raunverulega loftslagshlutlausum bíl fyrir árið 2030
    • Nýir samstarfsaðilar munu leggja sitt af mörkum til rannsókna á sviðum eins og lífrænum efnum, efna- og álferlum, rafeindatækni og yfirborðsefnum í innra rými
    • Áfram verður haldið við leit að fleiri samstarfsaðilum á sviðum hráefna, lífrænna efna, fjölliða, rafmagnsíhluta, eðallofttegunda og annarra grunnefna

GAUTABORG, SVÍÞJÓÐ – 1. febrúar 2023. Polestar (Nasdaq: PSNY), sænskur framleiðandi hágæða rafbíla með afburða aksturseiginleika, hefur skráð átta samstarfsaðila til viðbótar við Polestar 0 verkefnið, markmið fyrirtækisins að búa til raunverulega loftslagshlutlausan bíl fyrir árið 2030.

Metnaðarfullt markmið Polestar 0 verkefnisins er að útrýma öllum uppsprettum CO2 í allri aðfangakeðjunni, allt frá hráefnisvinnslu til efnis- og ökutækjaframleiðslu, afhendingu og við endalok líftíma, án þess að treysta á villandi kolefnisjöfnunarkerfi.

Hans Pehrson, yfirmaður Polestar 0 verkefnisins, segir: „Sannfæring mín um árangur Polestar 0 verkefnisins er staðfest í hvert skipti sem við hittum nýja samstarfsaðila.

(fréttatilkynning frá Brimborg / Polestar)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is