Jeremy Clarkson rekinn eftir umdeildar yfirlýsingar

Fyrrum Top Gear þáttastjórnandinn er kominn í sviðsljósið eftir pistla í ensku dagblaði

Við vorum að flytja frétt af því að „spjallþáttakóngurinn“ Jay Leno væri að hætta með þáttinn sinn Jay Leno's Garage í bandarísku sjónvarpi eftir að hann slasaðist aftur, núna á mótorhjóli.

Núna berast svipaðar fréttir af öðrum frægum “bílamanni” – Jeremy Clarkson – sem er frægur fyrir að segja hlutina hátt og oft með sínum áherslum!

Margt bendir til þess að hann sé einnig að stimpla sig út úr sjónvarpi, og ferli hans ljúki með þáttaröðinni The Grand Tour á Amazon Prime, eftir að fyrrverandi Top Gear stjarnan birti pistil í enska blaðinu The Sun þar sem hann hraunaði yfir breska prinsinn Harry og eiginkonu hans Meghan Markle.

image

Þrír fyrrverandi Top Gear gestgjafar eru stjörnur The Grand Tour. © Prime Video.

The Grand Tour er bílaþáttur með þremur fyrrverandi Top Gear gestgjöfum Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond.

Samkvæmt Variety munu þeir halda áfram að birta þættina sem þeir hafa tekið upp úr báðum þáttaröðum allt til ársins 2025.

Dagblaðið The Sun hefur fengið bylgju kvartana og hefur hætt að birta dálk Clarkson. Jeremy Clarkson hefur einnig beðist afsökunar á innihaldinu á Instagram og viðurkennt að efnið hafi farið yfir strikið. Hann skrifar meðal annars:

(frétt á vef BilMagasinet ofl)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is