Ariya rafbíllinn frá Nissan frumsýndur 15. júlí

image

Ariya, sem hér er sýnd sem hugmynd, mun fyrst fara í sölu í Japan áður en hún verður kynnt í Bandaríkjunum, Evrópu og Kína.

TOKYO - Nissan mun afhjúpa „crossover“ rafbílinn sinn Ariya þann 15. júlí næstkomandi, sagði forstjórinn, Makoto Uchida á ársfundi hluthafa á mánudag þar sem fjárfestar gagnrýndu allt frá meðhöndlun bifreiðafyrirtækisins á Carlos Ghosn hneykslinu til greiðslna til stjórnarmanna.

Rafbíllinn verður að lokum aðgengilegur í Bandaríkjunum, Evrópu og Kína.

Búist er við að Ariya, sem var frumsýndur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Tókýó síðastliðið haust, verði framleidd í verksmiðju Nissan Tochigi, sem er breytt hefur verið verksmiðju fyrir rafbíla. Ariya mun líklega fá Nissan nýja e-4ORCE rafknúna drifbúnaðinn.

Þessi rafbíll sem notar 100% orku frá rafgeymum, hefur verið raðað á stall á milli Nissan Qashqai og Nissan X-Trail hvað varðar stærðina.

Handfrjáls akstur með ProPilot 2.0 mögulegur

ProPilot 2.0 kerfið, sem kynnt var í fyrra í Japan, gerir handfrjálsan akstur mögulegan á þjóðvegum. Nissan hefur ekki ítarlegar áætlanir um að dreifa 2.0 útgáfunni á aðra markaði. En fyrirtækið stefnir að því að kynna ProPilot-kerfi í meira en 20 gerðum á 20 mörkuðum um allan heim sem hluta af langtíma viðskiptaáætlun Nissan sem lýkur 31. mars 2024.

„Hápunktur hins nýja Ariya er samruni rafvæðingar og háþróaðrar tækniaðstoðar ökumanns sem búist er við að muni þróast í sjálfkeyrandi bíla í framtíðinni,“ sagði Uchida. „Við reiknum með að hin nýja Ariya muni gegna lykilhlutverki sem vörumerkisstjóri og andlit Nissan fyrir nýja tímann.“

Uchida sagði að verkefnið muni hjálpa til við að endurnýja alþjóðlegt skipulag Nissan. Nissan mun kynna átta rafknúin ökutæki samkvæmt áætlun til langs tíma og 12 nýjar gerðir á heimsvísu á næstu 18 mánuðum.

Í ár, sem varúðarráðstöfun á heimsfaraldri COVID-19, úthlutaði Nissan aðeins 400 sætum í sali höfuðstöðvanna. Þátttakendum var gert að klæðast grímum og Nissan sleppti hádegismóttöku eftir fundinn.

Í fyrra mættu 2.814 manns og fundurinn stóð í nær þrjá og hálfan tíma. Aðeins 295 mættu á samkomuna í ár þann 29. júní og atburðurinn stóð í tæpar tvær klukkustundir.

Hluthafar óánægðir

Hluthafar lýstu yfir óánægju með ýmis mál, allt frá bótum og endurvakningaráætlun varðandi samskiptin við samstarfsaðilan Renault og arfleifð Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns.

„Það sem við sýndum hér, sem spá, er stigið sem er mögulegt, hægt að ná, stigið sem við getum skilað,“ sagði Uchida um áætlunina. „Við erum að sjá betri árangur en það mun taka tíma.“

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is