Alfa Romeo Touring þarf enn að bíða eftir frumsýningu um sinn

Planið var að prufukeyra Akla Romeo-bílinn á Goodwood kappakstursbrautinni á Englandi eftir nokkrar vikur. Nú verður Carrozzeria Touring að finna aðra leið til að frumsýna nýjustu gerð sína, byggð á Le Mans bílnum frá 1938.

image

Meðan við bíðum eftir öllum upplýsingum hafa þeir gefið okkur upp lítið til að byggja á - hann lítur að minnsta kosti rauður út. Og hann lítur út fyrir að hann gæti verið með þróun í átt að upprunalega bílnum: stórum og straumlínulöguðum, eða þannig skrifar gamall vinur minn Jon Winding-Sørensen hjá bilnorge.no, norskri bílavefsíðu.

image

Fyrri upplifanir hafa sýnt okkur hvernig þeir skynja fortíðina líka í fortíðinni, segir Jon Winding-Sørensen. Til dæmis voru þeir með Disco Volante í Genf árið 2012. Það byggðist á þeirri óvæntu hugmynd „fljúgandi diski“ frá fyrri hluta sjötta áratugarins.

image

Nú ganga þeir enn lengra aftur í sögubækurnar. Eða til október 1937.

Í gömlum skjalasöfnum Touring (eða öllu heldur, heima hjá Bianchi-Anderloni fjölskyldunni - afkomendum stofnandans) er að finna gamlan prentaðan bækling.

image

Ferrari hafði meðal annars séð að lokaðir bílar væru ekki með þá takmörkun sem áður var - svo það var hægt væri að nýta hagræðinguna af löngum slétttum flötum betur.

image

Á þessum tíma framleiddi Touring fallega „fastback” yfirbyggingu á löngum undirvagni útgáfu 8C 2900.

image

Mjög straumlínulagað, reyndist það vera. Eftir að Alfa Romeo safnið tók við bílnum og endurbyggði hann var hann mældur á Cw 0,31 í Pininfarina vindgöngin.

image

Það reyndist árangursríkt í raunveruleikanum líka - þegar loks náði árangrinum eftir 20 klukkustundir leiddu Clemente Biondetti og Raymond Sommer með tíu sekúndum á undan þeim sem var næstur.

image

Auðvitað var bíllinn líka smíðaður samkvæmt „Superleggera“ uppskrift Touring. Þynnstu plötur í yfirbyggingu í heiminum voru fest við þunna stálgrind bílsins.

image

Og það er líklega þess vegna sem norska blaðið var að koma þessari frétt á framfæri, sem í rauninni inniheldur ekki neitt nýtt. En greinin er með nokkrar góðar myndir af einum af gömlu góðu keppnisbílunum á fjórða áratug síðustu aldar.

Sem betur fer er líka hægt að upplifa bílinn á Alfa-safninu í Arese á Ítalíu. En við verðum enn að bíða eftir því að hvaða bíll frá Alfa Romeo í búnaði frá Carrozzeria Touring birtist í stað rauðu skuggamyndarinnar efst í fréttinni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is