Enn einn crossover sportjeppi frá VW

    • Þriðji smájeppinn er á leiðinni frá VW. Hann er frumsýndur núna í Suður-Ameríku og mun koma til Evrópu eftir rúmt ár að sögn danska bílablaðsins Motor, sem gefið er út af samtökum bifreiðaeigenda í Danmörku. En af hverju í ósköpunum er VW að koma með þrjá litla sportjeppa í sömu stærð?

image

VW Nivus er nýjasta gerðin frá VW. Nú er honum hleypt af stokkunum í Suður-Ameríku.

Greinilegt er að VW hefur ekki fengið nóg af crossover-sportjeppum. Þegar er VW með T-Cross og T-Roc, og nú bæta þeir þeim þriðja við!

Þetta mun gerast seinni hluta ársins 2021, þegar bílarnir rúlla frá Volkswagen-verksmiðju einhvers staðar í Evrópu.

image

Nivus er innan nokkurra cm á stærð við bæði T-Cross og T-Roc. Tæknilegur grundvöllur er frá Golf, hugsanlega í gömlu kynslóðinni.

Eins og T-Roc er Nivus byggður á grunni Golf - MQB, hann er fjórum cm lengri og er með hjólhaf sem er þremur cm styttra.

Þannig er Nivus raunverulega svipaður að stærð og bæði T-Roc og T-Cross.

image

Nivus er frábrugðinn T-Cross og T-Roc helst í því að vera með meiri coupé-líkan afturhluta.

Nivus er með eins konar copupé sportjeppahönnun, en það er T-Roc að hluta með líka, svo það er óljóst hver tilgangur Nivus er. Það keumr fram í Motor að danski innflytjandinn ekki heyrt neitt um hvernig bíllinn er verðlagður miðað við T-Cross og T-Roc.

Núna er það líka spennandi að fylgjast með þvi hvort þessi nýi sportjeppi frá VW bætist við framboðið hjá Heklu á næsta ári, og þá á hvaða verði ef af verður.

Vissulega virðist það þó sem svo að bíllinn muni ekki eiga að heita Nivus í Evrópu, en hvað nafnið verður er ekki vitað í dag.

image

Aðstaðan að innan minnir á nýjar evrópskar VW gerðir, en er ekki eins háþróuð: það er til dæmis engin rafræn handbremsa eða gírskipting.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is