Meira sýnt af Opel Mokka

Vauxhall sem framleiðir samnefndar bifreiðar og undir merki Opel kynnti nýjan framenda Opel Mokka  nýverið. Við sýndum einmitt nokkrar njósnamyndir af bílnum fyrir skömmu í þessari grein.

image

Engu að síður er þessi nýja hönnun Vauxhall/Opel ágætlega flott og þeir kalla hana Vizor.

Einnig rafdrifinn

Reiknað er með að nýr Opel Mokka verði um 134 hestöfl með 50kWh rafhlöðu og með drægni upp á 320 kílómetra. Hann verður einnig í boði með 1.2 lítra, þriggja strokka túrbó bensínvél og 1.5 lítra, fjögurra strokka dísel vél. Bíllinn er áætlaður sem 2021 módel.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is