Stærsti jöklatrukkur í heimi við Hörpu

Hann heitir Sleipnir stærsti jöklatrukkur í heimi sem var til sýnis fyrir gesti og gangandi við Hörpuna í dag. Þessi gríðarstóri fólksflutningabíll tekur um 50 manns í sæti og boðið er upp á fyrsta klassa aðbúnað.

image

Hér stendur Björn Pétursson við framhjól trukksins. Björn er um 190 sm. á hæð.

image

Sleipnir er gríðarstór trukkur.

Eftir um eins og hálfs árs vinnu og yfir 70 milljóna króna fjárfestingu er þessi stærsta jöklarúta og líklega stærsti bíll í heimi tilbúinn í jöklaferðir.

image

Það er bratt upp í trukkinn.

Í sumar stendur til að rúnta upp á Langjökul með íslendinga innanborðs. Um er að ræða ferð upp í rúmlega 1400 metra hæð og þar er fyrirhugað að bjóða upp á grill, snjóbolta, fótbolta, afslöppunar og útsýnis - eða þess sem hópurinn óskar.

Í boði verða ferðir fyrir allt að 48 manns og hægt að sérsníða ferðir eftir óskum. Sleipnir er þýður og til í flest og fátt sem hindrar þennan stærsta trukk í heimi nema kannski merktir þjóðvegir.

4,15 m á hæð 15 m á lengd

Sleipnir er engin smágræja og óhætt er að segja að þessi trukkur fangi augað þegar maður lítur á hann.  Enda er hann búinn sætum með tveggjapunkta belti fyrir 48 farþega í hallanlegum leðursætum sem er einnig hægt að auka bil á milli farþega þannig sætin sem eru við ganginn er hægt að toga útí ganginn ef þörf krefur. í bakinu á sætunum er einnig borð og netkarfa fyrir lauslega muni.

Caterpillar C18 Acert Disel stilt í 850 hestöflum í 2100 snúningum 18,1 L

Sjálfskipting: Allison 4800SP 7 þrepa skipting - nánari upplýsingar hér.

image

Tröllvaxinn búnaður.

image

Fyrsta flokks farrými - panorama gluggar og leðurklædd sæti.

Græjur

Það er engin hætta á að ekki sé hægt ná upp stemningu í bílnum því hann skartar vægast sagt kraftmiklum hljómtækjum. Þær eru ekki af verri endanum.

Alpine CDE-195. Nokkrir magnarar sem skila 700 rms w í afli. 12 x 17 cm. Kenwood hátalarar. 2 x Alpine PWE S8 - 8" bassabox undir sætum fyrir miðju. 12" Alpine  bassakeila aftast

Bókanir og fyrirspurnir sleipnir@sleipnirtours.is - og 866 0789

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is