2022 tveggja sætaraða útgáfan er um 28 cm styttri en Grand Cherokee L og um það bil 10 cm lengri en fjórða kynslóð Grand Cherokee

DETROIT- Nýja útgáfan af Jeep Grand Cherokee 4xe, sem núna er einnig kominn sem tengitvinnbíll, mun búa yfir um 65 km rafmagnsdrægni, 6.000 punda dráttargetu og Trailhawk útgáfu sem er nógu öflug til að takast á við Rubicon slóðina og það í rafhlöðustillingunni.

Kemur til Evrópu seinni hluta 2022

Við þurfum aðeins að bíða eftir þessari útgáfu því Grand Cherokee mun fara í sölu í Evrópu seinni hluta ársins 2022.

image

Jeep Grand Cherokee Trailhawk 4xe 2022.

Fimmta kynslóð jeppans fær aukið innra rými, virka aksturshjálpartækni, Uconnect 5 með skjá fyrir farþega og nýtt háskerpu afþreyingarkerfi afturí bílnum. Verð hefur ekki verið gefið upp.

Tveir rafmótorar í 4xe

4xe, sem verður fáanlegur í fimm útfærslum, notar tvo rafmótora, 400 volta rafhlöðu og 2,0 lítra fjögurra strokka túrbóvél til að skila 375 hestöflum og 637 Nm togi.

Öll háspennu rafeindatækni er innsigluð og vatnsheld, þannig að ökutækið getur farið í allt að 61 cm vatnsdýpt.

image

Að innan: Jeep's Grand Cherokee Summit Reserve 2022.

Ökumaðurinn getur stjórnað því hvernig rafhlaðan og vélin vinna saman með því að velja úr þremur stillingum: blendingur, rafmagn og eSave, sem heldur rafhlöðunni hlaðinni til síðari nota. Áætluð drægni á rafhlöðu er 40 km sem passar við Wrangler 4xe.

image

„Í Jeep Grand Cherokee 4xe getur ökumaðurinn sérsniðið tvinnbíllinn að hverri ferð; allt frá daglegum akstri í hreinni rafmagnsstillingu til lengri aksturs á þjóðvegum án þess að hafa áhyggjur af drægninni, sem gerir eigendum kleift að kanna náttúruna í torfærum nánast í þögn,“ sagði forstjóri Jeep, Christian Meunier, í yfirlýsingu. „Þetta er enn eitt mikilvægt skrefið í átt að því að við náum alþjóðlegri sýn okkar á núlllosunarfrelsi.

Árið 2025 ætlum við að bjóða upp á fullkomlega rafknúinn jeppa í öllum jeppagerðum.“

Grand Cherokee 2022 byggir á sama grunni, stíl og tækni sem Jeep kynnti á þessu ári í Grand Cherokee L 2021, sem hefur þrjár sætaraðir. Tveggja sætaraða útgáfan er um 28 cm styttri en L-gerðin og um 10 cm lengri en fjórða kynslóð Grand Cherokee.

Jeep býður nú upp á allt að 21 tommu felgur í fyrsta skipti á Grand Cherokee.

3,6 lítra Pentastar V-6 vél er staðalbúnaður, en kaupendur nokkurra 4x4 búnaðarstiga geta valið 5,7 lítra V-8 fyrir bestu hámarksdráttargetu, sem er 3.266 kg. Eldsneytisnotkun er óbreytt frá fyrri gerðinni.

image

Summit Reserve Grand Cherokee 2022.

Aftenging framöxla er ný á 4x4 gerðum. Hún eykur eldsneytisnýtingu og dregur úr viðnámi í drifrásinni með því að skipta yfir í afturhjóladrif þegar ökutækið skynjar ekki þörf á að knýja öll fjögur hjólin.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is