Meira um CVT skiptingar

Það hefur verið helsti ókosturinn við þessar sjálfskiptingar að beltið eða reimin þolir illa mikið álag þegar tekið er af stað með vél sem hefur mikið tog við lágann snúning og sérstaklega ef það er tekið skart af stað. Þetta getur valdið ótímabæru sliti.

image

Toyota kom með lausn á þessu vandamáli 2018 með CVT skiptingu sem er kölluð Direct Shift-CVT og er með það sem er kallað Launch Gear. En skiptingin er frábrugðin öðrum CVT sjálfskiptingum að í henni er upphafsgír eða fyrsti gír sem er tannhjólagír svipað og í beinskiptum gírkassa. Við u.þ.b. 40 km hraða skiptir sjálfskiptingin sér úr þessum gír og við tekur stálreimin.

image

Skiptir sér 20% hraðar af því að hallinn eða hornið á reiminni var minnkað úr 11 gráðum í 9 gráður.

Með tilkomu upphafsgírsins minnkar álagið á stálreiminni. Svörun skiptingarinnar er betri með minni trissu og það er 40% minni tregða eða mótstaða í henni.

Það er væntanlega ekki hægt að kalla þessa CVT sjálfskiptingu stiglausa?

Hægt er að lesa meira um þessa sjálfskiptingu hér.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is