Nýtt og létt raf-mótorhjól sýnir að hagkvæm verð eru að koma

Það eru ekki aðeins bílarnir sem gerast æ rafmagnaðri með hverjum deginum, framleiðendur mótorhjóla eru farnir að tak við sér og verð fara greinilega lækkand, að því er vefurinn Electrec, sem sérhæfir sig í umfjöllun um ökutæki sem nota rafmagn segir okkur.

Ebroh Bravo GLE rafmagns mótorhjól sett á markað

Spænska rafmagnsfyrirtækið Ebroh hefur nýlega sett af stað nýjasta rafmagns tveggja hjólið sitt.

image

5,4 kWst litíumjónarafhlaða hjólsins á að gefa því aksturssvið sem nemur 100 km.

Bravo GLE er með öflugri grind og upprétt stýri og fáanlegt í rauðu, svörtu eða bláu.

Hemlun að framan er náð með par af tvöföldum stimplum sem virka á tvöfalda diska, en aftan er einn stimpill sem hluti af „Combined Braking System“ (CBS).

image

En að mati Electrek er kannski er besti hluti hjólsins verðið: aðeins 4.490 evrur (um 706 þúsund ISK). Og það verð felur jafnvel í sér virðisaukaskatt í Evrópu að sögn vefsíðunnar.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is