Mercedes Benz leggur áherslu á stærri rafbíla

Autocar fræðir okkur á því að Mercedes-Benz mun ekki smíða minni rafdrifna hlaðbaka, heldur leggja áherslu á sportjeppa eða crossover með rafmagni að sögn Markus Schäfer yfirmanns rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu. Næsti rafbíllinn, EQA, hefur næstum lokið prófunum og er sportjeppi af minni gerðinni. Schäfer sagði:

„Við verðum að fylgjast með eftirspurn viðskiptavina og um þessar mundir eru sportjeppar og crossover algjört uppáhald. Þetta eru aðaláherslur okkar“.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is