Bollinger sýnir hugmyndir að fyrsta rafmagnspallbílnum til almennra nota

-Amerískur rafmagnspallbíll mun bjóða upp á útgáfu af pallbílsgrind af B2-pallbíl Bollinger fyrir margvísleg not

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Bollinger hefur sýnt aðlögunarhæfa útgáfu af grind með stýrishúsi af B2 pallbíl sínum.

image
image

Nýja afbrigðið, sem kallað er B2CC, er „fyrsti og eini í heiminum í flokki 3 rafdrifinna pallbíla með grind til flutninga“ og hægt er að aðlaga hann þannig að hann henti fjölmörgum notendum.

image

Hann verður smíðaður í Bandaríkjunum og notar sama fjórhjóladrifna grunninn og B1 og B1 jepparnir frá Bollinger sem komu í ljós á bílasýningu í Los Angeles í fyrra. Framendinn bílsins sem er ansi ferkantaður, er eins og í þeim tveimur gerðum sem fyrir eru.

image

B2CC verður boði sem tveggja dyra og fjögurra dyra farartæki og með ýmsum lengdum á hjólhafi sem henta mismunandi viðskiptalegum tilgangi.

Eins og gerðir Bollinger, sem fyrir eru, eru með nýstárleg „gegnumgangsgöng“ í yfirbyggingunni til að hlaða mjög löngum hlutum.

image

Að auki eru 10kW hleðslutæki um borð, samþætt hitastjórnunarkerfi, ABS og vökvastýrt sjálfstætt stillanlegt fjöðrunarkerfi.

Enn hefur ekkert komið fram um það hvort B2CC verði boðið í Evrópu, eins og B1 og B2, en Bollinger segir að bíllinn muni koma á markað seint á árinu 2021.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is