Sniðug lausn fyrir þá sem eiga bíla sem eru ekki með leiðsögukerfi

Þessi framúrstefnulegi snjallsímaskjár gerir ökumanni kleift að hafa augun á veginum meðan ekið er á áfangastað.

Flestir eldri bílar eru ekki með innbyggt leiðsögukerfi og margir nýta sér því snjallsímann til þess að finna réttu leiðina á áfangastaðinn.

image

Það mun vera mjög auðvelt að setja búnaðinn upp þannig að hann gagnist vel í akstrinum.

Við rákumst á réttu lausnina á þessu á netinu á dögunum og viljum deila henni með ykkur hér. Bandaríska fyrirtækið Hudway, sem er í Kaliforníu, hefur verið að kynna bestu lausnina fyrir okkur sem treystum bara á sjallsímann.

Þú getur fært gamla bílinn þinn inn í framtíðina með HUDWAY Glass, snilldarlausn sem gerir kleift að nota HUD-skjáforrit sem er (head-up display) á farsíma sem er í bílnum þínum til að sjá veginn fram undan á greinilegan hátt. Þessi búnaður mun vera sá fyrsti sinnar tegundar, HUDWAY Glass, kemur með 20% stærri mynd úr símanum þínum, á glerplötu sem er fest neðst í framrúðunni í sjónlínu ökumanns og gerir kleift að sjá akstursleiðina, hraðamælinn þinn eða eitthvert annað „HUD-app“ með kristalskýrri mynd sem kemur í veg fyrir að augun þurfi að leita frá sjónlínunni við aksturinn.

image

Að nóttu til birtist myndin á skjánum með skýrum hætti.

Þessi búnaður kostar rétt undir 50 dollurum á Bandaríkjamarkaði (um 7.300 ISK). Núna er bara að sjá hvort einhver kemur með þennan búnað í sölu hér á landi.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is