Sala VW í Kína komin í gang aftur eftir lægð vegna kórónavírus

Þegar við sjáum sölu nýrra bíla dragast hratt saman í Evrópu vegna kóvid-19 faraldursins sér Volkswagen Group fram á að sala bifreiða í Kína muni fjórfaldast í mars, að sögn stjórnanda VW þar í landi, og benti á bata í kjölfar heimsfaraldursins.

„Við erum varlega bjartsýn á að verstu áhrif kreppunnar muni liggja að baki eftir tvo til þrjá mánuði,“ sagði Stephan Woellenstein, yfirmaður viðskipta hjá VW Group í Kína.

image

Eftirspurnin var enn takmörkuð, að því er bílaframleiðandinn sagði, en VW er reiðubúinn að bæta við afkastagetu í verksmiðjum sínum í landinu, þar af 22 sem höfðu hafið framleislu á ný. Tvær bifreiðarverksmiðjur í Changsha og Urumqi eru enn lokaðar, sagði bifreiðaframleiðandinn.

Vonin snýr aftur á kínverska markaðinn

„Það eru fleiri og fleiri merki um að viðskipti séu að ná sér. Um mitt ár gætum við farið aftur í áætlanagerð síðasta árs. Vonin snýr aftur á kínverska markaðinn,“ sagði Woellenstein.

„Við gerum ráð fyrir að batinn haldi áfram og að við munum starfa í venjulegu markaðsumhverfi aftur árið 2021,“ sagði Woellenstein.

Volkswagen hyggst selja 1,5 milljónir rafbíla í Kína á ári frá 2025.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is