Skoda bætir við tengitvinnbúnaði í Octavia RS

Skoda mun innifela hybrid eða tengitvinnbúnað í Octavia RS í fyrsta skipti.

image

Octavia RS iV sameinar 1,4 lítra bensínvél með 114 hestafla rafmótor til að framleiða 242 hestöfl.

Octavia RS iV verður annar bíllinn með tengitvinnbúnaði í framboði á nýja Octavia sviðinu þegar hann fer í sölu síðar á þessu ári. Drifhjól hans eru pöruð við 1,4 lítra bensínvél með öflugum 114 hestafla rafmótor til að gefa samanlagt 242 hestöfl.

Octavia RS iV bætist við sportlegu 2.0 lítra bensín- og dísilvélarnar í RS framboðinu.

Nýja fjórða kynslóð Octavia var afhjúpuð fyrir blaðamönnum í nóvember á síðasta ári og átti að vera frumsýndur á bílasýningunni í Genf.

RS sviðið er um fimmtungur af sölu Octavia á helstu mörkuðum Skoda í Þýskalandi og Bretlandi.

image

Octavia RS iV verður fáanlegur annað hvort sem hlaðbakur eða station – eða Combi eins og þeir hjá Skoda kalla þá ( á myndinni).

Skoda gaf til kynna að það væri tilbúið að nota tvinntækni drifbúnaðartækni Volkswagen Group í sportlegu gerðunum sínum þegar þeir komu fram með hugmyndabílinn Vision RS með tengitvinnbúnaði árið 2018.

Skoda stækkaði nýlega RSsviði í Kodiaq sportjeppann. Skoda er fyrsta VW Group vörumerkið sem notar tengitvinnbúnaðinn í flaggskipi sínu. Hingað til hefur VW vörumerkið notað GTE merki fyrir Golf með tengitvinnbúnaði og haldið GTI og R merkin fyrir bíla eingöngu með bensínvélum.

Bíllinn er aðeins fáanlegur aðeins með DSG gírkassa með tvískiptri kúplingu. Engin verð hafa verið tilkynnt ennþá.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is