Mercedes GLA, CLA og A-Class eru að fá tengitvinngerðir

Mercedes Benz ætlaði sér stóra hluti á sýninginni í Genf, sem núna bíður næstu skrefa frá þeim. Autoblog tekur þá fyrir og reynir að útskýra hvers er að vænta þar á bæ.

Hybrid með 75 kWybrid rafmótor

Tengitvinnútgáfan (hybrid) sem fer í nokkra af þessum litlu Benzum er túrbó 1,3 lítra fjögurra strokka línuvél pöruð við 75 kW rafmótor. Saman gerir þetta 215 hestöfl og 450 Nm tog. Það er aðeins minna en 224 hestöfl í túrbóútgáfu 2.0 lítra vélar í CLA 250 og nokkuð meira tog en 349 Nm togið í þeim bíl. Aflið fer eingöngu til framhjólanna með átta þrepa sjálfskiptingu með tvöföldum kúplingum. Sérstæði hlutinn í þessum bíl er að þessi vél er ekki með 12 volta startara eins og hefðbundið er, í staðinn treysta þeir á rafmótorinn, sem er í fyrsta skipti í framleiðslu Mercedes.

image

Eins og með marga tengitvinnbíla, geta þessir litlu Mercedes blendingarnir ekið í rafmagnsstillingu eins og óskað er. Þeir fá 15,6 kWh rafhlöðupakka sem samkvæmt WLTP mælistuðli skilar á bilinu 70 til 79 kílómetrum eftir því hver gerðin er.

Hámarkshraði í rafmagnsstillingu er 140 km/klst og bíllinn getur aðlagað blöndu rafmagns og bensíns eftir akstursleiðinni fyrir bestu hagkvæmni.

Minni bílarnir verða 250e

Allir litlu Mercedes blendingarnir fá viðskeytið 250e og verða fáanlegir sem A 250e í hlaðbaksgerð og sem hefðbundnir fólksbílar (sedan), B 250e, CLA 250e í station- og fólksbílagerð og GLA 250e. Mercedes hefur ekki tilkynnt um tengitvinnbílaútgáfur fyrir Bandaríkin, ef þeir gerðu það, getur markaðurinn átt von á því að CLA, GLA og A-Class fólksbílarnir verði með slíka lausn. Ein hugsanleg hindrun er sú að Mercedes hefur ekki vottað þessar drifrásir í neinu formi fyrir Bandaríkin.

Bíðum eftir kynningu á netinu

Núna er bara að sjá hvernig Mercedes kynnir þessa bíla formlega á Evrópumarkaði, núna þegar bílasýningin í Genf er ekki lengur til staðar fyrir þá kynningu. Búist er við kynningu á netinu á næstu dögum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is