Microlino rafdrifinn „kúlubíll“ endurfæddur á bílasýningunni í Genf

Verður frumsýndur með nýrri Microletta vespu

Bílasýningar geta oft verið skemmtilegar, ekki aðeins vegna nýrra spennandi bíla frá framleiðendum sem við þekkjum vel, heldur einnig vegna alls konar furðulega faratækja sem þar birtast, stundum sem hugmyndabílar en aðrir tilbúnir í framleiðslu. Einn slíkur mun birtast á bílasýningunni í Genf í næstu viku, kúlulaga smábíll sem kallast Microlino.

image

Micro-Mobility-Microlino-2.0 – byggður á gamalli hugmynd en með nýju yfirbragði

Upprunalega Micro Mobility Systems (MMS) Microlino rafknúna ökutækið komst aldrei í fjöldaframleiðslu, en bíllinn er nú þegar að fá aðra kynslóð. Microlino 2.0, sem verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf árið 2020, mun bjóða upp á nýja hönnun, meira pláss, betri aksturseiginleika og öruggari uppbyggingu. Með um 17.000 pantanir nú þegar til staðar ætlar MMS nú að framleiðsla hefjist árið 2021. En það er margt fleira sem þessi saga er að segja.

Kom fram fyrir fimm árum

Microlino hefur verið til í minna en fimm ár, en það hefur verið flókið ferli. Til að framleiða rafdrifna „kúlubílinn“, sem MMS segir að vísu ekki tengist Iso eða BMW Isetta (sem voru mjög svipaðir bílar hér á árum áður), fór MMS fyrst í samstarf við rafmagnsfyrirtæki sem heitir Tazzari. Undir Tazzari regnhlífinni var fyrirtæki sem heitir TMI fengið til að þróa og framleiða Microlino. En árið 2018 var TMI selt til Artega, sama Artega og kom fram með Henrik Fisker-hannaða GT (nú kínverska Saleen S1), og Scalo EV.

image

Endurútgáfa Microlino

Án þess að hafa ráðfært sig við MMS reyndi Artega að koma af stað eigin endurútgáfuútgáfu af Microlino undir nafninu Karolino, samkvæmt InsideEVs. Eftir nokkra lagalega deilu (þ.m.t. tilraunir til að loka á það að Karolino yrði sýndr á bílasýningunni í Genf 2019) tók MMS upp samstarf við Artega og TMI utan dómstóla. Í lokin voru fyrirtækin sammála um að skilja leiðir á þann hátt sem gagnaðist báðum aðilum.

Artega yrði leyft að selja hina endurráðnu Microlino 1.0 sem endurmerktan Karo og MMS myndi vinna með nýjum félaga, ítalska fyrirtækinu CECOMP, til að framleiða uppfærða Microlino 2.0.

Stjóri frá Porsche og BMW ráðinn til að stýra framleiðslunni

Stundum eru hlutirnir ótrúlegri en skáldskapur. MMS tilkynnti einnig að það hafi ráðið fyrrum vörustjórnanda Porsche og BMW, Peter Müller, til að verða nýr yfirmaður tæknistjóra (CTO) og stjórnarmaður í Microlino AG. Müller var einnig aðalstjórnandi (COO), þáverandi forstjóri Artega frá 2009 til 2012.

image
image

Sem hluti af ferlinu við að þróa Microlino 2.0 tóku 17.000 viðskiptavinir sem sendu inn fyrir fram pantanir þátt í viðbragðskönnun og hjálpuðu við að velja hönnun nýja ökutækisins, sem er með nýjum sléttu yfirbragði að utan. Það er einnig með breiðari sporvídd að aftan fyrir betri stöðugleika, endurhannaðan undirvagn til að bæta meðhöndlun og fullkomlega endurhannað burðarvirki ökutækisins til að auka öryggi.

A-stoðin er þynnri til að tryggja betra útsýni og MMS segir að innréttingin verði miklu rúmlegri og vinnuvistfræðilegri en fyrri gerð. Þetta felur í sér nýja fasta stýrissúlu frekar en fellanlega stýrisssúlu.

Aflmeiri mótor

Hvað varðar afl og afköst, þá er sagt að Microlino 2.0 sé með „sterkari og skilvirkari rafmótor,“ þó að engar sérstakar upplýsingar væru til staðar. Gamla gerðin var með 15 hestöfl og 100 Nm tog og hafði tvo valkosti um rafhlöður: 8 kWh rafhlaða var með allt að 123 km svið eða 14,4 kWh rafhlöðu sem gaf allt að 200 km. Með uppgefinn þyngd 513 kg pund gat Microlino 1.0 komist 50 km á fimm sekúndum. Grunnverð Microlino breytist ekki frá upprunalega bílnum og mun byrja á aðeins meira en 1,6 milljónir króna. Framleiðsla á Microlino 2.0 er nú áætluð árið 2021.

image

Sýna einnig rafdrifna þriggja hjóla vespu

Samhliða Microlino 2.0 mun MMS einnig sýna nýjan þriggja hjóla vespu sem kallast Microletta á bílasýningunni í Genf árið 2020.

image

(byggt á frétt í Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is