Njósnamyndir af 2021 ágerðinni af Range Rover

Það er greinilega kominn tími á yfirhalningu eins og þessar myndir af flaggskipi breska ofurjeppans sýna.

image

Fjandinn hafi það, það getur nú bara verið þó nokkuð erfitt að sjá nokkurn mun á Land Rover línunni í sýningarsalnum.

En ef við grandskoðum myndirnar komum við væntanlega auga á breytingar.  Jafnvel þótt bíllinn sé nánast alveg hulinn felubúningi sjáum við að það er lengra á milli hjólanna en á síðustu frumgerð af bílnum. En Land Rover hefur einmitt framleitt Range Rover jeppann í tveimur lengdum en ekki Range Rover Sport útgáfuna.

image

Af myndunum að dæma má auðveldlega sjá breytingar á gluggum og afturhurðum en framleiðendurnir hafa líka búið þessa prufugerð þannig felgum að auðvelt er að sjá hve miklu munar á lengd milli hjóla.

En því miður er lítið hægt að átta sig á öðru en útlitinu og þó ekki mikið því bíllinn er nánast allur hulinn felubúningi.  Flestar breytingarnar sem búist er við að verði kynntar á þessum nýja Range Rover sjást ekki þó við pírum augun því þær eru allar undir stálinu.

image

Já, það eru alveg líkur á því að næsta kynslóð Range Rover verði í blendingsútgáfu (hybrid) eða jafnvel einnig í rafmagnsútgáfu.

Einnig er reiknað með að ný vél líti dagsins ljós. Við erum þá líklega að tala um V8 vél framleidd af BMW bílaframleiðandanum. Land Rover samsteypan hefur ekki farið í launkofa með að þeir leita eftir samstarfi við aðra bílaframleiðendur bæði varðandi hönnun og vélaframleiðslu og þar hefur nafn bílaframleiðandans BMW oftar en einu sinni komið við sögu.

Myndir: CarPix

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is