Hugleiðing um áramót

Um áramót er gott að staldra við og horfa um öxl. Skoða hvað við höfum verið að gera á síðustu mánuðum, hvað hefur tekist vel og hvað má bæta.

image

Á þessu nýbyrjaða ári munum við sjá æ fleiri rafbíla, og þeir verða sífellt vænlegri kostur til nota hér á landi með meiri akstursdrægni á rafgeymum og eftir því sem hleðslustöðvum fjölgar um land allt.

Þetta segir okkur að við erum á réttri leið, efnið er að höfða til æ fleiri lesenda, en að sjálfsögðu er enn hægt að bæta vefinn, koma með nýtt efni og horfa til fleiri átta.

Við hjá Bílablogg.is höfum verið iðin við að færa ykkur fréttir úr bílaheiminum og reynsluaka bílum. Við reynum að bjóða upp á skemmtilegar fréttir og vera snöggir þegar eitthvað nýtt gerist í bílaheiminum. Ennfremur reynsluökum við bílum svo lesendur okkar geti tekið upplýstar ákvarðanir við kaup á nýjum bíl. Frá því við fórum í loftið höfum við skrifað um 400 fréttir og reynsluekið um 70 nýjum bílum.

En þetta er vefur sem er í stöðugri þróun, hann mun breytast alveg jafnt og bílarnir sem við erum að skrifa um.

Rafvæðingin er að koma á fullum krafti inn í bílaheiminn, sem sést vel á því að fyrsti nýi bíllinn sem verður sýndur hér á land á þessu nýbyrjaða ári 2020 er einmitt bíll sem eingöngu notar rafmagn og er sérhannaður fyrir borgarumferð – Honda e

Við þökkum samfylgdina á árinu 2019 og horfum fram til ánægjulegs „bílaárs“ 2020.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is