GM tapar á hverri seldri Corvette undir $80.000

Svo virðist sem upphafsverð Chevrolet Corvette ágerð 2020 undir 60.000 dollurum, um 7,3 milljónum íslenskra, hafi verið of gott til að vera satt. Ekki fyrir kaupendur hinnar nýju Corvettu, heldur fyrir GM, og svo virðist sem framleiðandinn sé alveg sáttur við það.

image

Heimildarmaður innan GM opinberaði við Motor Trend að GM mun tapa peningum á öllum nýjum Chevrolet Corvette sem þeir selja undir $80.000, um 9,7 millj.ískr.

image

Heimildarmaðurinn staðfesti einnig að verð á hinnu nýju Chevrolet Corvette myndi hækka árið 2021, orðrómur um frekari hækkanir á næstu árum fylgdi einnig með. GM hefur ákveðið að fyrst um sinn muni þeir taka á sig tap á framleiðslu Chevrolet Corvette bílanna í ódýrari útgáfum bílsins. Þeir binda samt vonir sínar við að kaupendur verði duglegir í aukabúnaðarlistanum og þannig lyfta verði bílsins yfir $80.000, en þar nær GM að koma út í plús við framleiðsluna á þessum flókna bíl.

image

Við hjá Bílablogg vonum hinsvegar að tap GM verði ekki of mikið, því annars er hætta á að við fáum ekki að sjá næstu útgáfur Z06 og ZR1 af Corvette.

Unnið úr frétt frá Motor Trend.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is