Manni þótti vænt um hana

Ég hef alltaf verið aðdáandi Mazda 929. Kúpubakurinn var sérlega vel heppnaður og einn flottasti japanski sportarinn á þeim tíma sem hann var kynntur. Í Japan var bíllinn seldur undir gerðarheitinu RX4. RX4 bílarnir voru með rotary vél sem gerði þá ennþá eftirsóknarverðari sem sportara. Í heimalandinu hét bíllinn Luce.

Gerðir sem komu á markað voru stallbakur, kúpubakur og skutbíll. Mazda 929 var sá söluhæsti árið 1975.

image

Gróft vélarhljóð sem hljómað gat eins og hálfgildings formúluhljóð – ef maður lokaði augunum og ímyndaði sér.

Enn og aftur man undirritaður eftir að slíkur bíll var einmitt keyptur sem fjölskyldubíllinn árið 1973.

image

Þá var Mazda 616 skipt út fyrir brúnan Mazda 929. Af þessu eintaki týndust lyklar og dróst því afhending nýja bílsins úr hömlu.

image

Hins vegar man ég eftir að hafa hljólað upp í Ármúla að minnsta kosti einu sinni á dag til að kíkja á gripinn og finna ryðvarnarilminn. Gott ef ég kynntist ekki köllunum á verkstæðinu – allavega fékk ég oft að setjast inn í bílinn.

Almennt var sú gerð sem hingað kom með 1800 rúmsentimetra línuvél, fjögurra gíra, 110 hestafla vél sem togaði um 137 Nm.

image

Bíllinn var þýður, mjúkur og hljóðlátur og aflið var ágætt minnir mig. Ég tek það fram að ég var bara barn sem sat aftur í en hlustaði því meira á fullorðna fólkið tala um bíla.

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image

Hér má lesa um reynsluakstur á Mazda 929 Coupé frá árinu 1974. Greinin birtist þá í Lesbók Morgunblaðsins.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is