1.000 hestafla Mustang fyrir 6,7 milljónir

Lebanon Ford, sem er bílaumboð fyrir Ford í Ohio ríki í Bandaríkjunum, hefur hafið sölu á Ford Mustang sem þeir kalla Project M. Lebanon. Ford eru þekktir fyrir að bjóða mikinn fjölda af hestöflum fyrir tiltölulega fáa dollara. Nýjasti bílinn frá þeim hinsvegar er án efa bestu kaupin ef þér er annt um að fá sem flest hestöfl fyrir sem minnstan pening.

Ford Mustang Project M er hvorki meira né minna en 1.000 hestöfl. Allt fyrir aðeins 6,7 milljónir íslenskra króna á núvernadi gengi.

Lebanon Ford bjóða líka uppá að þú getir pantað Mustang Project M alveg tilbúinn á kvartmílubrautina. Til þess bjóða þeir uppá þar til gerða fjöðrun, felgur og dekk, ásamt því að drifskaftið verður gert úr koltrefjaefjum. Ef þú vilt hinsvegar spara þér um 1,2 milljónir króna þá getur þú alltaf pantað bara 800 hestafla beinskiptann bíl hjá þeim.

Byggt á frétt af Motor1.com

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is