Skoda vonar að hönnun framljósa muni skapa Kamiq sérstöðu í aukinni samkeppni minni sportjeppa

Við sögðum frá því á dögunum að Skoda muni frumsýna nýjan smájeppa sem hefur fengið heitið Kamiq á bílasýningunni í Genf í mars. Nú hafa þeir greint frá því að í hönnun á Kamiq hafi þeir gert sitt til að skapa þessum nýja jeppa sérstöðu í mikilli samkeppni sportjeppa í þessum stærðarflokki með því að tvískipta hönnun á aðalljósum í því skyni að gefa bílnum sérstöðu í sífellt stærri flokki.

Skoda sendi frá sér teikningar af jeppanum á fimmtudaginn 31. janúar sem nánari kynningu á bílnum fyrir frumsýningu hans í Genf þann 5. mars næstkomandi. Hann mun fara í sölu í Evrópu síðar á þessu ári.

image

Skoda segir að með því að aðskilja framljósin á Kamiq og setja dagljósin fyrir ofan ökuljósin sé það hluti af hönnun sem gefur bílnum sérstöðu og gerir hann kröftugri og öflugri.

Með Kamiq fer fjöldi jeppa sem Skoda selur í Evrópu upp í þrjá.

Skoda segir að með því að kljúfa framljósin og setja dagljósin fyrir ofan sé nýjung hjá fyrirtækinu. LED-dagljósin muni einnig vera með stefnuvísandi leiðbeiningu sem mun blikka í átt að ætlaðri stefnu, sem er einnig nýjung hjá Skoda. Að sögn Skoda sameinar Kamiq kosti jeppa með meiri veghæð og með lipurð fólksbíls. Hann mun bjóða upp á nýtt öryggisaðstoðarkerfi og rúmgóða innréttingu. Þessi nýi jeppa verður byggður á MQB undirvagni frá móðursamsteypunni Volkswagen Group og keppa við Seat Arona og VW T-Roc innan VW-fjölskyldunnar og við sportjeppa á markaði á borð við Hyundai Kona og Kia Stonic. Í Kína er í dag smíðaður lítill jeppi aðeins fyrir innanlandsmarkað, einnig kallað Kamiq, sem er framleiddur á grunni ódýrari PQ undirvagns.

Jeppar hafa aukið markaðshlutdeild Skoda

Tiltölulega ný lína Skoda á jeppamarkaði hefur hjálpað vörumerkinu til að auka sölu bíla frá Skoda um 4,4 prósent í 1,25 milljónir bíla á síðasta ári. Kodiaq, jeppi í miðlungsstærð, Karoq og kínverska útgáfan af Kamiq voru einu gerðir Skoda sem sýndu vöxt á árinu ásamt smábílnum Citigo. Skoda gerir ráð fyrir að Kamiq muni koma næst í sölu á eftir Skoda Karoq. Frumgerðin af Kamiq var sýnd sem Vision X hugmyndabílla á síðasta ári á bílasýningunni í Genf.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is