Bill Ford vildi ekki kalla Mach-E Mustang - fyrr en hann prófaði hann

LOS ANGELES - Til að kalla nýja Ford Mach-E rafknúna „crossover“-bílinn sem Mustang, þurfti „Team Edison“, hópurinn hjá Ford Motors sem stóð að baki hönnunar bílsins að fá samþykki eins ástríðufulls áhugamanns um Mustang-bíla: Stjórnaformannsins Bill Ford.

„Þetta verður ekki Mustang“

„Ég var svo sannarlega ekki búinn að samþykkja þetta í byrjun - langt frá því,“ sagði Ford á hliðarlínunni við frumsýninguna á sunnudagskvöldið. „Þeir komu til mín og sögðu:„ Við teljum okkur virkilega geta búið til þennan bíl Mustang-innblásinn, virkilega eins og Mustang“. Ég sagði: „Þið eruð ekki að segja mér að þið viljið kalla þetta Mustang.“ Enginn myndi segja já, en enginn myndi heldur segja nei. Ég sagði: „Nei, því miður, ég vil ekki skaða vörumerkið. Þetta mun ekki verða Mustang“.

image

Bill Ford stjórnaformaður Ford-verksmiðjanna og leikarinn Idris Elba stóðu saman við hliðina á rafmagns Mustang Mach-E GT „crossover“ í Los Angeles á sunnudagskvöldið. Elba, sem starfaði hjá Ford á níunda áratugnum, hjálpaði til við að kynna ökutækið fyrir almenningi.

En liðið hélt baráttunni áfram. Þeir vissu að þeir þyrftu nafnið til að biðla til kaupenda sem væru ekki búnir að gera upp hug sinn gagnvart rafbílum og töldu sig geta náð nauðsynlegum tölum varðandi frammistöðu til að vinna sér inn rétt til að nota nafnið.

Erfiður fundur

Jim Farley, stjórnandi nýrra fyrirtækja, tækni og stefnumótunar hjá Ford, sem stýrði verkefninu, sagði við Automotive News að taugar hefðu verið þandar á fundinum, sem hann lýsti sem „einni af þeirri mikilvægu umræðu“ sem hann hefur verið hluti af hjá Ford.

„Bill kom inn í herbergið, við höfðum allar upplýsingar, við áttum virkilega opna umræðu við hann,“ sagði Farley. „Við urðum að sanna fyrir honum að bíllinn hefði allt til að vera Mustang“.

Meginatriðið í röksemdafærslu liðsins var að bíllinnn gæti fengið 332 hestöfl og 417 pund-feta togi frá grunnútgáfunni, fimm sæta, með hröðun frá 0 til 100 km/klst á sambærilegum tíma og hjá Porsche Macan. Aflmikil GT-útgáfa myndi verða með 459 hestöfl, 612 punda tog og 0 til 100 km á tíma sambærilegur og Porsche 911 GTS.

„Þetta er Mustang“

„Þegar ég keyrði bílinn vissi ég að hann yrði að vera Mustang“, sagði Ford. „Í hreinskilni sagt var ég að komast þangað áður vegna þess að ég trúði liðinu þegar þeir voru að leggja öll smáatriðin fyrir mig. Þegar það þróaðist og ég fór að sjá tölur um frammistöðu, ekki bara 0 til 100, heldur kraftinn í meðhöndluninni, aksturseiginleikana og hönnunin hélt áfram að þróast, á einhverjum tímapunkti fattaði ég: Já, þetta er Mustang. Merki hestsins gæti farið á grillið“.

„Hann er klár strákur“, sagði Farley. „Það að aka er að trúa. Eftir að hann kom út voru það tveir þumalfingur upp“.

Bill Ford hyggst panta fyrsta Mach-E og grínaðist á sunnudagskvöldið með það að leikarinn og talsmaður Mach-E, Idris Elba, þyrfti að vera í öðru sæti í biðröðinni eftir þessum „crossover“, sem fer í sölu seint á næsta ári.

„Það kemur ekki í stað Mustang-bílsins sem ég elska,“ sagði Ford. „Þetta er viðbót við fjölskylduna og hún er mjög mikilvæg“.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is