Winnebago breytti E-Transit Ford í rafmagns ævintýrabíl

Húsbílaframleiðandinn Winnebago hefur búið til frumgerð af rafknúnum húsbílum byggða á E-Transit Ford sem mun ná meira en 160 km á hleðslu

„Taktu bara myndir, og skildu aðeins eftir þín fótspor“ er orðið vinsælt orðatiltæki sem sumir nota í hvert skipti sem þeir fara út í óbyggðir.

Fyrirtækið hefur nýlega frumsýnt sína aðra útgáfu af rafknúnum húsbílahugmyndabíl, sem kallast eRV2.

Byggður á rafknúnum E-Transit sendibíl Ford, mun hugmyndabíllinn þjóna sem prófun fyrir framtíðarbíla Winnebago sem hugsa um sjálfbærni.

image

Að hluta til stofa, að hluta svefnherbergi, allt yndislegt. Mynd: Winnebago

„Aðalmarkmið okkar við að smíða eRV2 var að hjálpa fólki að skoða heiminn í kringum sig á þægilegan hátt með minni umhverfisáhrifum,“ útskýrði Huw Bower, forseti Winnebago vörumerkisins.

Til að gera þetta byrjar fyrirtækið með sendibíllinn Ford E-Transit, sem fyrirtækið segir að sé fær um að keyra 173 km útblásturslausan akstur.

Þar sem þetta er frumgerð, segir Winnebago að það muni nota farartækið sem prófunartæki fyrir tækni sem eykur drægni en það er fyrirtækið "virklega að sækjast eftir."

image

Myndin sýnir rauða rómantíska innilýsingu í Winnebago rafmagns húsbílnum. Mynd: Winnebago.

Það eru þó fleiri en nokkrar rafhlöður til að draga úr umhverfisáhrifum þessa sendibíls.

Það eru einnig endurunnin efni í notkun um allan húsbílinn, þar á meðal má nefna teppi, gólfmottur og dýnu.

Hvernig lítur öll þessi vistvæna hönnun út, gætirðu spurt? Jæja, frekar vel bara satt að segja, segir Jalopnik-vefurinn.

image

Hliðarprófílmynd af Winnebago rafmagns húsbílnum. Ef vel er rýnt í skreytingarnar á bílnum má sjá myndir tengdar ferðalögum og gömlum húsbílum. Mynd: Winnebago.

Allt er klætt með ljósum viði og hægt er að aðlaga lýsingu sem er innbyggð í rýmið með mismunandi litum til að passa við stemninguna.

(frétt á vef Jalopnik)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is