Þetta verður nú eitthvað! Kia EV6 GT er sportútgáfa af hinum frábærlega vel heppnaða rafbíl, EV6. GT-bíllinn er 576 hestöfl og hröðunin er nú alveg þokkaleg, eða innan við 3.5 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. Það er nú miklu meira en þokkalegt!

image

Ljósmyndir/Kia UK

Bíllinn kemur fyrst fyrir augu almenning, á fullri ferð, eftir nokkra daga en það verður á Goodwood Festival of Speed á Englandi. Það verður enginn aukvisi sem ekur bílnum heldur atvinnurallari; stúlka að nafni Jade Paveley.

image

Jade rallari Paveley hefur margan bílinn botnað. Ljósmyndir/Kia UK

Jade hefur krækt sér í ýmsa titla í rallinu á síðustu árum. Að auki hefur hún lýst WRClive og fleiri keppnum og svo er hún sölustjóri hjá bílaumboði í Norður-Wales.

image

Ljósmyndir/Kia UK

Fyrstu Kia EV6 GT verða afhentir í Bretlandi í október á þessu ári og er verðið tæplega 60.000 pund eða um 9.9 milljónir króna.

image

Ljósmyndir/Kia UK

EV6 GT er kraftmesti bíll sem Kia hefur framleitt en Kia Stinger GT S hefur til þessa verið sá öflugasti, held ég að rétt sé, með 3.3 T GDi V6 vél sem skilar 365 hestöflum.

image

Ljósmyndir/Kia UK

Fleira gott á Goodwood

Það verða fleiri rafbílar frumsýndir á Goodwood Festival of Speed því frumgerð Polestar 5 verður einnig á ferðinni um akbrautir á svæðinu. Sá bíll er þó ekki væntanlegur á markað fyrr en árið 2024.

image

Hugmyndabíllinn Polestar 5. Mynd/Polestar

Goodwood Festival of Speed verður dagana 23. til 26. júní og eru nánari upplýsingar um viðburðinn hér.

Tengt efni: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is