Það verður nóg um að vera á Tokyo Auto Salon

Þar verður margt að sjá dagana 13. jan - 15. jan

Tokyo Auto Salon er einn stærsti viðburðurinn í heimi bílabreytinga og lagfæringa.

Alls eru sýningarbásarnir 4.000 talsins og eru dreifðir yfir 4 sýningarsali sem hver um sig lítur út fyrir að geta tekið 1-2 risaþotur.

Að auki er innandyra leikvangur og utanaðkomandi viðburðarsvæði sem heldur driftsýningar og annan kynningarakstur.

image

Þó að viðburðurinn sé frægur í heimi breyttra og sérstakra bíla, þá þýðir það ekki að hvert farartæki líti út fyrir að vera á leiðinni á tökustað Fast & Furious.

image

Daihatsu kemur aftur með Copen roadster og sendibíl til Tokyo Auto Salon

Stækkandi Hijet Jumbo sendibíll er stuðningsbíll Copen-sportbílsins

Þar mæta allir helstu framleiðendurnir með allt það helsta sem þeir hafa fram að færa og á þessari sýningu í janúar er aðaláherslan á minni bíla, breytta bíla og sérgerðir.

Við munum öruggleg fjalla aftur um þessa sýningun, en byrjum núna á því að fjalla um hvað Daihatsu ætlar að sýna að þessu sinni.

Copen Clubsport

image

Sportlegasta tilboð Daihatsu upp á síðkastið er Copen roadster.  Og hann fagnar 20 ára afmæli á þessu ári.

Kei-class roadster (á myndunum hér að ofan) með 660cc túrbóvélinni hefur fengið róttækar útlitsbreytingar sem setja hann meira í takt við upprunalegan bílinn.

Krúttlegra útlitið er styrkt af hraðari útfærslum eins og veltiboga, hliðarsílsum, vindskeið að aftan og útblásturrörum með rauðum endum.

Eins og með núverandi Copen og upprunalegi bíllinn, virðist hann samt vera með útdraganlega harðtopp.

image

Hijet Jumbo Extend

Hannet Jumbo Extend er hannaður sem ímyndaður stuðningsbíll fyrir varahluti og fleira.

image
image
image

Atrai Wildranger

image

Sá þriðji er mjög sérsniðinn Daihatsu Atrai Wildranger.

Þó að það líti út eins og þak sendibíls, er það í raun bátur sem hægt er að losa af og nota sérstaklega.

Þess vegna eru árar sitt hvorum megin.

image

Tanto Custom

image

Næsta Daihatsu-par er aðeins hófsamari. Tanto Custom hér er að mestu uppfærður með áberandi rauðum og svörtum litum.

image

Tanto Funcross

image

Tanto Funcross er svipað tilfelli og Custom-bíllinn. Þessi er með svarta og gula litasamsetningu með þema í kringum hjólreiðar.

Move Canbus, Taft og Hijet

image

Daihatsu Move Canbus Theory.

Þrír síðustu bílarnir virðast vera útlitspakkabílar. Þannig að þetta verður í raun í boði fyrir viðskiptavini.

image

Daihatsu Taft Dark Venture.

image

Daihatsu Hijet Customize.

(fréttir á vefsíðum japanistry.com og Autoblog).

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is