Einn af þeim elstu

Hundrað og fjórtán ára sögu Studebaker bílaframleiðandans lauk árið 1966. Einn elsti bílaframleiðandi í Bandaríkjunum hafði lagt upp laupana. Oft á tíðum brilleraði þessi bílaframleiðandi með flottum bílum en rétt um það leyti sem endalokin nálguðust kynnti Studebaker uppfærðan Studebaker Gran Turismo Hawk.

image

Studebaker Starliner árið 1953.

Þetta var árið 1961. Það var Raymond nokkur Loewy sem hannaði hinn þekkilega Studebaker Starliner árið 1953. Þegar Loewy kom á bás Studebaker á Alþjóðlegu bílasýningunni í París árið 1961 strunsaði hann beinustu leiða að næsta símaklefa og spurði af hverju þeir hefðu leyft Brooke Stevens að breyta hönnun bílsins svona róttækt.

image

1962 Studebaker Gran Turismo Hawk. Framhlutinn minnir eilítið á Mercedes Benz.

Frábær hönnuður

Brooke Stevens var iðnhönnuður sem fenginn var til verksins af Studebaker og þótti hönnun 1961 Gran Turismo Hawk bílsins standa uppúr varðandi keppinautana. Enginn hafði komið með svona lag á bíl sem virkaði svona vel áður. En það átti eftir að breytast.

image
image

Stevens fékk stuttan tíma og nánast ekkert fé til að klára nýja uppfærslu af bílnum.

Útkoman varð hins vegar glæsilegur bíll sem skartaði tímalausri hönnun og þykir einn af flottari bílum frá sjöunda áratugnum.

image
image

Studebaker fór illa út úr hruninu í kringum 1930 eins og svo margir.

image
image
image

Fjöldi samgöngutækja

Stevens kom að hönnun bíla eins og Wagoneer, VW 411 einnig Harley Davidson mótorhjól og samgöngutæki eins og lestar innan Bandaríkjanna.

image

1963 Studebaker Avanti.

Dræm sala á flottum bíl

Ekki seldust mörg eintök af Studebaker Gran Turismo Hawk árið 1962 eða undir tíu þúsund eintökum, helmingi minna árið eftir og undir tvö þúsund árið 1964 en það er síðasta framleiðsluár Studebaker í South Bend verksmiðjunni í Indianafylki.

Síðustu Studebaker bílarnir runnu svo út af færibandi í verksmiðju í Kanada árið 1966.

Þar var um að ræða Studabaker Cruiser, ósköp venjulegan bíl sem minnti helst á AMC Rambler eða álíka bíla. Þar með var saga Studebaker, sem Studeabker öll.

Til sölu

Bíllinn sem kveikti hugmyndina af þessari „örsögu” upprifjun bílaframleiðandans Studebaker er þessi 1962 árgerð af Studebaker Gran Turismo Hawk sem er til sölu hjá Hemmings úti í Bandaríkjunum.

image
image
image

Nokkuð vel með farinn

Græjan þykir í mjög þokkalegu ástandi þó ekki komi fram hvort búið er að gera bílinn upp í heild sinni á líftíma hans. Lakk þykir mjög gott er sagt í sölulýsingu og innrétting einnig. Aðeins ekinn um sex þúsund mílur.

Ekki vitað um uppruna vélar og stilla þarf sjálfskiptingu.

image
image
image
image

Aðeins voru framleidd um 9.335 eintök af bílnum á framleiðsluárinu og þykir því gripurinn nokkuð eftirsóttur.

image
image

Gler og króm eru í mjög góðu ástandi og undirvagn er ekki sjáanlega ryðgaður – þó eru blettir á stangli.

image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is