Dacia endurræsir Sandero og Logan á nýjum grunni

image

Nýja kynslóðin í gerðum Dacia, frá vinstri: Sandero Stepway, Logan, Sandero.

PARÍS - Dacia, lággjaldavörumerki Renault Group, er að setja á markað nýjar útgáfur af söluhæstu minni bílunum sínum, að þvía ð fram kemur í frétt hjá Automotive News Europe í dag.

Sandero, Sandero Stepway og Logan munu færast yfir á nýrri grunn frá Renault-Nissan samvinnunni, CMF-B grunninn, frá fyrri BO-grunni frá Nissan.

Renault kynnti á dögunum fyrstu tvo bíla sína á CMF-B grunninum, fimmtu kynslóð Clio og aðra kynslóð Captur, litla sportjeppans.

Dacia sendi frá sér myndir af þriðju kynslóðinni af Sandero og Sandero Stepway á mánudag.

Stepway er sportjeppaafbrigði Sandero-bílnum, með þakbogum, meiri veghæð frá jörðu og svörtum hjólbogaköntum úr gúmmí og öðrum útlitsatriðum. Logan, sem ekki hefur verið seldur í flestum löndum Evrópu síðan 2012, er minni gerð fólksbíls.

Tákn um nýtt upphaf

Nýju Sandero og Logan gerðirnar tákna eitthvað nýtt upphaf fyrir Dacia. Nýr forstjóri Renault Group, Luca de Meo, tilkynnti í síðustu viku áform um að endurskipuleggja samstæðuna í kringum vörumerki frekar en svæði. Denis le Vot, framkvæmdastjóri svæða, sölu og markaðssetningar, mun bera ábyrgð á Dacia samkvæmt áætluninni.

Renault Group tók árið 1999 fulla stjórn á Dacia í Rúmeníu, sem hafði smíðað Renaults með leyfi síðan seint á sjöunda áratugnum. Árið 2004 undir stjórn þáverandi forstjóra Louis Schweizer var Dacia Logan hleypt af stokkunum á um 6.000 evrur í Rúmeníu.

image

Sandero Stepway, hægri og grunngerð Sandero eru með mismunandi útlit á framenda.

Metsala árið 2019

Síðan þá hefur Dacia verið fyrirtæki með lykilhagnaði fyrir Renault Group með því að nota formúlu um láglaunaframleiðslu í Rúmeníu og Marokkó og tækni sem hefur sannað sig frá Renault-Nissan samstarfinu. Dacia tilkynnti um besta söluárið sitt árið 2019, með 736.000 ökutæki seld á heimsvísu. Evrópa var með 581.000 af þessum seldu bílum.

Dacia gerðir eru einnig seldar á nýmarkaði og þróunarmörkuðum undir merkjum Renault og Nissan.

Stjórnendur Dacia segja að Sandero sé mest selda gerðin í almennri bílasölu í Evrópu, því ólíkt flestum keppinautum sínum selji Dacia ekki til leigu- eða flotafyrirtækja.

Sandero skipaði fjórða sætið í heild sinni árið 2019, með 225.258 sölur, sem er 4,7 prósent aukning miðað við árið 2018. Það var aðeins 2.000 eintökum á eftir Ford Fiesta í þriðja sæti, samkvæmt JATO.

Aðrar komandi Dacia gerðir eru Spring, rafknúinn smábíll sem smíða á í Kína, og ný kynslóð af Dokker, litla sendibílnum, sem er smíðaður í bæði verslunar- og farþegaútgáfu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is