Nýr Mercedes EQA fólksbíll sást í fyrsta skipti

EQA mun fá fólksbíls-útgáfu, sem situr á sama grunni og alrafmagnaði Mercedes sportjeppinn

Vefur Auto Express var að sýna okkur um nýja, rafknúna gerð Mercedes EQA fólksbíls við prófanir og á þótt bíllinn sé enn á fyrstu stigum, sýnir þessi frumgerð bílsins fullt af upplýsingum um næstu grunngerð í EQ línu vörumerkisins.

image

Mercedes EQA fólksbíll eða „Saloon“ (í felulitum)

EQ línan samanstendur eins og er af EQA, EQB, EQC, EQE sportjepplingnum og EQE fólksbíls-afbrigði hans og EQS og GLS jafnhliða EQS jeppanum og einnig EQV sendibílnum.

Grunngerð EQA var hleypt af stokkunum árið 2021 á lagfærðri útgáfu af MFA2 grunninum sem deilt er með GLA jeppanum með brunavél.

Hins vegar, þó að þessi hreini rafknúni fólsbíll muni nota sama EQA nafnið, verða undirstöðurnar alveg nýjar.

Fyrr á árinu 2022 sagði Ola Kallenius, forstjóri Mercedes: „ásýnd Mercedes vörumerkisins í framtíðinni verður önnur en í dag.“

Þetta var með vísan til nýs MMA grunns sem Mercedes ætlar að frumsýna árið 2024 - þegar líklegt er að það verði kynning á EQA fólksbílnum.

image

Mercedes EQA fólksbíll eða „Saloon“ (í felulitum) – sést hér í beygju séð að aftan.

Holger Enzmann, verkefnastjóri Mercedes fyrir EQE og EQS EVA2 grunninn, sagði við Auto Express „við höfum talað um A-Class og við erum að vinna með þann bíl".

Með þetta í huga gæti EQA-fólksbíllinn einnig komið sem rafknúinn valkostur við C-Class.

Hvað prófunarbílinn sjálfan varðar, þá er hann enn mikið klæddur felulitum og hann virðist vera með „falsgrill“ á framendanum.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is