Nýr 2022 Ford Ranger Raptor pallbíll kemur með V6 afli

Raptor pallbíllinn er með 3,0 lítra tveggja túrbó V6, sem skilar 284 hestöflum

Eftir að hafa sýnt okkur fyrsta Ford Ranger Raptor hefur fyrirtækið nú afhjúpað aðra kynslóð bílsins. Hann er byggður á nýja Ranger sem er væntanlegur í sýningarsal árið 2023, en að þessu sinni kemur Ranger Raptor með 3,0 lítra tveggja túrbó EcoBoost bensín V6-vél sem skilar 284 hestöflum.

image
image

Það er aukning um 74 hestöfl miðað við núverandi dísilknúna gerð – og nýi pallbíllinn hefur einnig 491Nm af togi.

Töfrandi kerfi með svipaða uppsetningu og upphaflega sást í Ford GT ofurbílnum, sem eykur inngjöfina með því að halda túrbóinu í gangi í þrjár sekúndur þegar ökumaður ekur af stað. Virkur útblástur býður einnig upp á fjögur hávaðastig, þar á meðal hljóðláta stillingu fyrir nágranna og Baja stillingu, sem bætir meira magni og er lýst sem beinu útblásturskerfi.

image

10 gíra sjálfvirki gírkassinn er fluttur yfir frá fyrsta Raptor, en í þetta skiptið eru sérstök aflaukningarstillingar fyrir hvern gír til að hámarka afköst.

Styrktur undirvagn

Það er einstök uppsetning undirvagns miðað við venjulega Ranger til að auka afköst Raptor í torfærum.

Styrktir íhlutir og vörn undir boddíinu eru til staðar, ásamt að bætt er við þykkari stýriörmum úr áli og alveg nýir afkastamiklir Fox demparar.

Þessir svokölluðu 2,5 tommu Live Valve demparar hafa verið stilltir sérstaklega fyrir Ranger Raptor og eru hannaðir til að bregðast við fjöðrunarhreyfingum og veita stífari dempun þegar nauðsyn krefur, eins og þegar bíllinn „stekkur“.

image

Til að nýta þessa nýju uppsetningu sem best, fínstillir Baja-stillingin fjöðrunina fyrir hraða notkun í torfærum.

image

Svipað útlit og F-150 Raptor

Að utan er Ranger Raptor svipaður útlits og stærri bandaríski F-150 Raptor. C-laga dagljósin eru staðalbúnaður í Ranger línunni, en Raptor bætir við matrix LED framljósum.

Það er gríðarstórt grill með vörumerki FORD, en svörtum stuðara með silfurlitri plötu er bætt við fyrir neðan.

Hjólbogar ná yfir breiðari sporvídd pallbílsins, en svörtu 17 tommu felgurnar eru búnar alhliða dekkjum fyrir heildarþvermál upp á 33 tommur. Afturstuðarinn er einnig með hefðbundnu dráttarbeisli.

image
image

Að innan bætir Raptor við sportsætum „innblásin af F-22 Raptor orrustuþotunni“, en „Code Orange“ áherslurnar á loftstútum og leðursaumar passa við lit ytri málningar, sem er einstakur litur fyrir nýja Raptor.

Raptor verður fyrsta útgáfan af Ranger sem fer í sölu, en afhendingar eiga að hefjast síðar árið 2022, á undan venjulegu gerðinni snemma árs 2023.

image
image

Hver er munurinn á Ranger Raptor og Bronco Raptor?

Nýr Ford Ranger Raptor er byggður á sama grunni og Bronco Raptor, sem nýlega var kynntur á Bandaríkjamarkaði. Þó að annar sé pallbíll og hinn er jeppi með áherslu á torfæru, þá er líka annar greinilegur munur. Til að byrja með mælir Ranger Raptor felgu- og dekksamstæða 33 tommur í þvermál, en Bronco Raptor er með heildar felgu- og dekkjaþvermál upp á 37 tommur.

image

Hinn stóri munurinn er undir vélarhlífinni. Þó að bæði ökutækin noti sama 3,0 lítra tveggja túrbó V6, þá eru 284 hestöfl í boði í Ranger, en Bronco hefur enn óstaðfest afl sem er yfir 400 hestöfl.

Tengt efni: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is