Það virðist alltaf vera pláss fyrir voðalega ljóta spoilera (vindskeið heitir þetta á íslensku) í heiminum. Því miður. Oftar en ekki eru þeir svo stórir að dagsbirta breytist í svartasta myrkur þegar þeir nálgast. Hitastig lækkar, fuglar hætta að syngja og allt verður undarlegt.

image

Vonandi er hann ekki á leið um borð í Akraborgina, Baldur eða Herjólf. Það væri agalegt að festa þetta.... þetta hvað sem það heitir!

Svo birtir til þegar þeir fjarlægjast. En í alvöru: Manni getur alveg sortnað fyrir augum. Við skulum ekki svo mikið sem minnast á tilgangsleysið! Nei, best er að hlæja bara að þessu og jafnvel dást að ímyndunarafli þeirra sem þessi ósköp mótuðu.

image

Svo ekki sé talað um hvernig fólk fer að því að láta þessa vindveggi tolla á bílunum! Það er nú alveg með ólíkindum.  

image

Hér er bíll manns að nafni Chris Rado. Hann sló mörg met, m.a. á þessum 1200 hestafla bíl, en bíllinn er af gerðinni Scion tC og árgerðin er 2009. Bíllinn er engin undantekning hvað ljótleikann varðar en hann sker sig úr í þessari umfjöllun því spoilerarnir þjóna tilgangi og það er hugsun að baki sem hefur, auðvitað, með loftaflfræði að gera. En fallegt er tækið ekki. Nánar verður fjallað um Chris Rado á næstunni.

image

Þessi mynd virðist nú bara tekin í einhverri venjulegri bílageymslu. Ekki í leikmunadeildinni fyrir Transformers-mynd. Það er mjög margt hræðilegt við þennan bíl – eða það er fátt ef nokkuð í lagi við útlit þessa bíls. Manni væri nokk sama ef ekki þyrfti endilega að vera um BMW að ræða. Það snertir einfaldlega mjög viðkvæma strengi, taugar og allt það. Aumingja bíllinn og BMW-fólkið.

image

Æj, hver komst í naglalakkið, UHU-límið og flugmódelakassann? Og álpappírinn?

image

Ef þetta er alvöru galdrabíll þá ætti hann að geta látið þennan spoiler hverfa. Hviss - bang - búmm!

image

Straubretti? Eitthvað svoleiðis. Það hlýtur bara að vera.

image

Jahá! Jétt´ann sjállfur!

image

TOY-ota. Auðvitað er í lagi að leika sér en stundum er fínt að leika sér bara inni með kubbana sína. Þó maður eigi Toy-otu.

image

Ef bíll doktors Frankensteins var týndur þá held ég að hann sé fundinn. Í Víetnam? Hann ætti alla vega að vera vel móttækilegur fyrir ýmsum uppákomum með þetta víravirki upp í loft.

image

Það er gott að vera með almennilegan vindkljúf á svona líka tryllitæki.

image

Hér vantar ekkert nema kannski teininn til að heilsteikja grís.

image

Hér er nú ábyggilega eitthvað æðislega sniðugt. Hvað það er veit maður samt ekki.

image

Það er eins gott að þeir eru með hjálma: Ef þetta Zeppelin-flygildi kemst á loft þá þarf að passa upp á toppstykkið.

image

Virðist ögn timbraður en pottþétt fínasta kerra með lítið sem ekkert vindgnauð. Eða þannig sko!

image

Þessi samsvarar sér næstum því vel. Ljótleiki hans er með eindæmum hroðalegur.

image

Er þetta garðbekkur? Skíði, skíðastökkpallur? Eða bara Lada með erfiðan og óútreiknanlegan þyngdarpunkt?

image

Hagleiksmaður greinilega sem hefur komið nálægt þessu. Slíkt handbragð sér maður nú ekki á hverjum degi!

image

Já, einhvern veginn þarf að hemja þetta.

image

Eftir allar hörmungarnar er gott að enda bara á þessum látlausa með handklæðaslána.

Fleiri greinar um ljóta bíla og ljótleika í umferðinni: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is