Þótt Haas og Oracle Red Bull liðin í Formúlu 1 hafi verið á undan Aston Martin að „sýna“ keppnisbíla sína fyrir árið 2022 var Aston Martin engu að síður fyrst til að sýna raunverulegan bíl – ekki tölvuteikningu eða frumgerð með límmiðum.

image

AMR22 og ökumennirnir. Myndir/Aston Martin

Liðið lýsti því yfir um miðjan janúar að það ætlaði að verða fyrst allra keppnisliða til að frumsýna bíl ársins 2022. AMR22 var afhjúpaður í gær og var þar sýndur raunverulegur bíll, ekki sýnishorn eða frumgerð sem á eftir að klára. Nei, þessi bíll fór beint út á Silverstone-brautina að frumsýningu lokinni í gær og í dag er verið að kvikmynda bílinn í „aksjón“.

En bíðum nú við? Hvað er svona merkilegt við það?

Það er nefnilega margt ákaflega merkilegt við það og fáum treysti ég betur en Edd Straw hjá The Race til að útskýra það:

Tengdar greinar: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is