2021 Jeep Grand Cherokee L afhjúpaður með þremur sætaröðum, nýr grunnur

    • Styttri útgáfa og tvinnbíll koma seinna

Þetta er stórt ár fyrir jeppa og við meinum það bókstaflega, segja þeir hjá Autoblog, sem birtu þessa frétt á vefsvæði sínu. Ekki aðeins er Jeep að setja á markað jeppa í fullri stærð í formi Wagoneer og Grand Wagoneer, heldur er verið að endurhanna og stækka Grand Cherokee meðalstóra jeppann, bæði í framboði á gerðum og raunverulegri stærð.

Þetta gera þeir hjá Jeep með 2021 Jeep Grand Cherokee L, lengdri útgáfu af væntanlegum jeppa sem er með þriðju sætaröðina, sá fyrsti í þessari gerð.

image
image
image

2021 Jeep Grand Cherokee L - Myndir: Jeep

Nýr grunnur

Þessi nýi Grand Cherokee L, og tveggja sætaraða útgáfan sem mun fylgja síðar á þessu ári, eru byggð á alveg nýjum grunni sem ekki er notaður af neinni núverandi vöru Jeep, né væntanlegum Wagoneer pallbílum. Eins og með alla Grand Cherokee á undan honum, þá er hann með „unibody“ undirvagn.

Um það bil 60% af bílnum er samsett úr hástyrkstáli og ál er notað fyrir vélarhlífina, afturhlerann, festingar höggdeyfa og undirgrindina að framan, allt sem hjálpar til við að halda þyngd niðri.

Óháð fjölliða fjöðrun og góð veghæð

Fjölliða óháð fjöðrun er notuð á öllum fjórum hjólum og stillanleg loftfjöðrun er fáanleg. Með stöðluðu fjöðruninni er hæð frá jörðu 21,59 cm með aðkomu-, brot- og brottfararhorni 20,6, 18,2 og 21,5 gráður, í sömu röð. Venjuleg aksturshæð loftfjöðrunarinnar er aðeins lægri, 21,08 cm, en hægt er að hækka hana í 27,69 cm í hæstu torfærustillngu. Þegar það er hækkað í þessa hæð eru aðflugs-, brot- og brottfararhornin 30,1, 22,6 og 23,6 gráður í sömu röð fyrir akstur í vegleysum.

Summit-útlitið á efsta búnaðarstigi hefur aðeins verra aðkomuhorn 28,2 gráður vegna mismunandi stuðara að framan. Loftfjöðrunin hefur einnig verið endurskoðuð til að lækka hraðar með því að lækka báða enda samtímis, frekar en einn í einu.

image
image

Kunnuglegar vélar

Að knýja Grand Cherokee L verður val á kunnuglegum vélum. Grunnurinn er 3,6 lítra Pentastar V6 sem er 290 hestöfl og togið er 348 Nm. Hægt er að fá 5,7 lítra V8 sem er 357 hestöfl og togið er 528 Nm. Dráttargeta V6 er 2.812 kg og V8 ræður við 3.266 kg pund. Báðir koma með átta gíra sjálfskiptingu. Þrjú fjórhjóladrifskerfi eru í boði. Grunnútgáfan er eins hraða sjálfvirkt kerfi sem kallast Quadra-Trac I. Quadra-Trac II er einnig sjálfvirkt kerfi en það bætir við lágu drifi. Quadra-Drive II bætir við rafeindastýrðru mismunadrifi með tregðulæsingu að aftan.

Öll fjórhjóladrifskerfi Grand Cherokee geta aftengt framásina sjálfkrafa þegar ekki er þörf á henni til að auka sparneytni. 4xe tvinnlíkan verður til síðar á þessu ári.

Þrjár sætaraðir

Að innan eru stóru fréttirnar auðvitað að Grand Cherokee L er með þrjár sætaraðir. Í annarri röðinni er hægt að hafa annaðhvort bekk eða sjálfstæða stóla til að flytja annað hvort sjö eða sex manns. Mælaborðshönnunin er nokkuð svipuð og hjá Wagoneer, þó með færri skjái. Skjáirnir sem eru til staðar eru enn áhrifamiklir, með 10,25 tommu mælaborðsskjá og 10,1 tommu upplýsingaskjá sem staðalbúnað á öllum Grand Cherokee L gerðum. 10 tommu „sprettiskja´r“ í sjónlínu ökumanns er fáanlegur sem valkostur. Mælaborðið er mjög sérhannað og getur sýnt leiðsögn, gögn utan vega og jafnvel straum úr myndavél með nætursjón.

Upplýsingakerfið notar nýjasta UConnect 5 hugbúnaðinn. Til viðbótar við málmáherslur á útliti mælaborðs er hægt að auka við útlitshönnun innanrýmis í Grand Cherokee L frekar með alvöru viðar- og leðurskreytingum og McIntosh hljóðkerfi.

image
image

Þriggja sætaraða útgáfan væntanleg fljótlega

Þriggja raða Grand Cherokee L kemur fljótlega í framleiðslu og verður til sölu á öðrum fjórðungi þessa árs. Tveggja sætaraða og tvinnbílar munu koma í framleiðslu síðar á þessu ári og sala hefst fljótlega eftir það. Fjögur stig búnaðar eru í boði fyrir Grand Cherokee L. Laredo er grunnurinn, en á eftir koma Limited, Overland og Summit. Overland er fáanlegt með „Off-Road Group“ pakka sem bætir við Quadra-Drive II, undirvagnsvernd, 18 tommu felgum með heilsársdekkjum. Jeep minntist ekkert á útgáfur af Trailhawk, SRT eða Trackhawk af L. Okkur grunar að tveggja raða Grand Cherokee, sem mun líklega hafa styttri hjólhaf og þar með betri getu til að brjótast út, verði eina búnaðarstigið til að fá Trailhawk. Jeep er einnig líklega að geyma allar SRT gerðir í eitt eða tvö ár í nýja Grand Cherokee framboðinu.

Verðlagning hefur ekki verið tilkynnt enn þá en ætti að koma í ljós nálægt söludegi.

image
image
image
image

(frétt á Autoblog – myndir Jeep)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is