Eða var það úr öskunni í eldinn? Nei, ekki í þessu tilviki. Hér nefnilega bíll sem keppti fyrir fáeinum vikum í Dakar rallinu í eyðimörkinni í  Sádi-Arabíu en er hér á hálum ís í Austurríki. Raunar var sama gerð af bíl í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem Race of Champions fór fram. En það er önnur saga.

image

Hér er hitinn aðaláskorunin. Ljósmyndir/Audi

Þessi Audi RS Q e-tron hefur sýnt hvers ætlast má til af honum í snarkandi hita en hér er það brakandi kuldinn. Ökumennirnir snjöllu, Ken Block og Matthias Ekström, létu reyna á hann í GP Ice Race í Zell am See og hér er stutt en nokkuð gott myndband frá þeim tilraunum:

Hægan nú! Hér eru nokkrar brennheitar og ískaldar greinar sem þú gætir haft áhuga á:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is