Einu sinni vissi ég ekki almennilega hver Lady Gaga var. Ég veit það ekki enn. Eftir að ég var send til að mynda Gaga og Yoko Ono á afmælisdegi meistara John Lennon árið 2012 hefur mér verið vel við Gaga því gaman var að taka af henni myndir og nú veit ég að hún safnar bílum!

Tegundin Homo sapiens bilasafnarensis

Auðvitað er þessa tilteknu tegund ekki að finna í flokkunarfræðikerfinu undir mannættkvíslinni en þetta var nú smá grín svona á sunnudegi.

image

Lady Gaga við ´65 Lincoln Continental Convertible sem manni skilst að hún eigi. Myndir/Instagram/LadyGaga

Lady Gaga gerir ekki svoleiðis. Hún ekur bílunum sínum í góðu veðri, örugglega  í Kaliforníu, því þar búa jú margar stórstjörnur sem safna bílum. Eins og til dæmis Jay Leno og Jerry Seinfeld.

Snjallt af þeim að leggja það á sig að búa þar, örugglega gera þeir það gagngert til að hlífa bílunum sínum og geta ekið um í blíðviðri flesta daga ársins.

Nóg um það – í bílana með okkur! Hér fyrir neðan eru einhverjir af þeim bílum sem Gaga á sjálf eða ekur, burtséð frá eignarhaldi:

Lincoln Continental Convertible (1965)

image
image

Það er frekar erfitt að átta sig á hvar hún Gaga er á myndunum því hún er eins og kamelljón. Breytist í sífellu. Þannig að ég geng út frá því að á Instagram myndunum sé hún sjálf og auðvitað á myndunum sem ég tók af henni þarna um árið (ein þeirra er hér efst). Annars er hún dökkhærð á einni, ljóshærð á næstu og krúnurökuð á einhverri annarri mynd.

Ford Mustang ´67 á hún sennilega líka en það er ekkert auðvelt að fara í gegnum Instagram-ið hennar og leita. Það þykir greinilega fleirum gaman að taka myndir af henni.

1967 Ford Bronco

image
image

Nú getur vel verið að Lady Gaga eigi ekkert alla þessa bíla sem hún birtir myndir af á Instagramminu sínu… En þó virðist hún aka alls konar bílum og af úrvalinu að dæma þá hefur hún skemmtilegan smekk, að mati undirritaðrar. Hvort sem hún leigir bílana, á þá eða „fann“ þá, eins og sumir virðast gera.

Lamborghini Huracán LP 610-4 coupe (2017)

image

Chevy Nova SS (1969)

image

Þær eru að gera eitthvað ósmekklegt með fingrunum, stúlkurnar á myndinni – látið sem ekkert sé og skoðið frekar bílinn.

Chevrolet El Camino (1970)

image

Mercedes W123 300D (1983)

image
image

Svo segja ýmsir vefmiðlar að hún eigi nokkra Rolls-Royce glæsivagna; þar á meðal Rolls-Royce Corniche III (1990) og tvo af gerðinni Rolls-Royce Phantom. Rolls-Royce Corniche III mun hún hafa keypt árið 2009 og hann var víst eini bíllinn hennar á þeim tíma. Það segir m.a. á vef GQ.

image

Eins og undirrituð hefur margsinnis komið inn á í skrifum hér á Bílabloggi, er engin tenging á milli þess að vera góður ökumaður og þess að vera bílasafnari. Rétt eins og engin tenging er á milli þess að hafa gaman af matargerð og getunnar til að elda mat sem er ætur.

Við höfum heila þjóð sem er sorglegt dæmi um slíkt en förum ekki nánar út í það og nefnum engin nöfn. Þeir búa alla vega til fallega bíla, blessaðir Bret… já, ekki orð um það meir.

image

Skjáskot/Instagram/LadyGaga

Mér var því að vonum brugðið þegar í ljós kom að Lady Gagaa öðlaðist ökuréttindin fyrir rúmum fimm árum. Þá þrítug. Og miðað við hversu mjög hún fagnar og kyssir götuna á myndinni hér að ofan þá verð ég að segja að sennilega hefur hún þurft að hafa nokkuð fyrir þessu. Maður kyssir ekki götur að þarflausu, er það?

Enn verra hefði þó verið ef prófdómarinn hefði fleygt sér í götuna og kysst drullugt malbikið. En hvað vitum við? Kannski gerði hann það en enginn tók mynd.

Maður á ekki að hrapa að ályktunum. Það er ekki greindarmerki og í raun sterk vísbending um grunnhyggni og almennan slóðaskap í hugsun.

image

Eftir frekari athuganir komu fleiri myndir upp á Instagram sem sýndu nokkuð greinilega að Lady Gaga virtist eitthvað þurft að hafa fyrir þessum ökuréttindum sínum árið 2016. En hvað með það? Kannski er hún bara fantafínn ökumaður í dag, fimm árum síðar.

En hvernig sem þeim málum er háttað þá er Lady Gaga bílaáhugamanneskja mikil.

Fleiri tónelskir bílasafnarar eða bílelskir tónasafnarar:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is