Nýr sportlegri Golf á leiðinni?

Sportlegri Volkswagen Golf er í smíðum og gæti setið fyrir ofan GTI Clubsport og R

Það lítur út fyrir að enn öflugri og sportlegri útgáfa af VW Golf sé á leiðinni.

image

Þessi nýi bíll gæti annað hvort verið GTI Clubsport S eða R Clubsport, sá síðarnefndi yrði sá fyrsti, og í tæka tíð fyrir 20 ára afmæli forföður Golf R: Mk4 Golf R32.

Aflið kemur væntanlega frá EA888 mótor Volkswagen, en 2,0 lítra túrbóeiningin skilar meira en 300 hestöflum. Á vefsíðum er því jafnvel slegið fram að Volkswagen gæti fjarlægt aftursætin til að spara þyngd, eins og þeir gerðu með Mk7 GTI Clubsport S.

Þessi nýi öflugi Golf verður væntanlega sýndur að fullu á næstu vikum og mun líklega kosta um sjö milljónir króna á Evrópumarkaði.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is