Það er dálítið sérstakt að lið í Formúlu 1 sé sagt „á fleygiferð“ áður en keppnistímabilið er í raun hafið en þannig er það nú samt hjá Aston Martin-liðinu. Í fyrsta lagi ætlar það sér að verða fyrst keppnisliða til að kynna nýjan bíl, og í öðru lagi var það rétt áðan að kynna nýjan liðsstjóra. Liðsstjóra sem kemur úr mótorsportheimi BMW.

image

Mike Krack. Ljósmynd/Aston Martin

Svo er það hann Mike: Mike Krack hefur frá árinu 2014 verið yfir akstursíþróttasviði BMW á heimsvísu, en það er býsna stórt. Má þar meðal annars nefna lið BMW í Formula E, GT og IMSA (sem til stendur að víkka út enn frekar með LMDh formúlu IMSA & WEC og þ.m.t. Le Mans 24 Hours). Þar áður var hann hjá Porsche og einnig McLaren svona í hjáverkum

Virðist peppaður náungi

Mike er enginn nýgræðingur í heimi Formúlu 1, þó svo að nafnið hringi kannski ekki bjöllum. Hann hefur nefnilega komið víða við. Vitna ég beint í orð hans sjálfs sem lesa má á síðu liðsins:

Já, það eru stór orð og verður áhugavert að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Sjá hvort það peppist til sigurs!


Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is