Autoblog-vefurinn birti skemmtilega úttekt á því hvaða litir á bílum eru vinsælastir og kom í ljós að „sterkir litir“ eru ekki í hópi þeirra vinsælustu!

image

Fyrsti raunverulegi „liturinn“ sem birtist á listanum er rauður; í 5. sæti með rúmlega 10% litahlutdeild. Blátt er næst með 9% og síðan fellur þetta hratt. Til að setja litleysið í samhengi setti Autoblog saman litaskífu. Eðlilega er hver sneið lituð til að passa við litina á bílunum.

Það er greinilegt að sumar af þessum sneiðum eru ansi þykkar, svo hér eru tölurnar:

Hvítur, 23,9%

image

Svo virðist sem bílaframleiðendur séu í raun að kafa í liti sem eru ekki svartir, með tónum á borð við grafít, títan og wolfram. Og ekki er við seljendur bíla að sakast því eflaust myndu þeir vilja mála bílana í hvaða lit sem viðskiptavinir óska.

Þettar á ekki eingöngu við um markaðinn í Bandaríkjunum því þeir hjá Autoblog skoðuðu eitt og annað sem leiddi í ljós að svart-hvíta-gráa sveiflan er jafn sterk í Póllandi og hún er í Bandaríkjunum. Samkvæmt gögnum frá PPG, einum af stærri framleiðendum á bílalakki í heiminum, er þetta sama sagan um allan heim.

(Frétt á vef Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is