Rafbílafyrirtæki í S-Kóreu kaupir SsangYong

Rafbílafyrirtækið Edison Motors mun kaupa skulduga kóreska bílaframleiðandann SsangYong á 225 milljónir dollara

Reuters

Í nokkurn tíma hefur verið óljóst hvað myndi verða um SsangYong í Suður-Kóreu en samkvæmt frétt Reuters hafa samtök undir forystu suður-kóreska rafbílaframleiðandans Edison Motors samþykkt að kaupa SsangYong Motor fyrir 305 milljarða won (254,65 milljónir dollara), sagði SsangYong Motor á mánudaginn.

Bílaframleiðandinn greindi frá rekstrartapi janúar-september 2021 upp á 238 milljarða won af tekjum upp á 1,8 billjónir won.

SsangYong hefur verið í hálfgerðri gjaldþrotameðferð síðan í apríl í tilraun til að koma bílaframleiðandanum aftur á réttan kjöl eftir að meirihlutaeigandanum Mahindra og Mahindra tókst ekki að tryggja kaupanda.

Indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem átti um 75 prósent í SsangYong í lok september, hefur verið að leita að kaupanda fyrir allan eða mestan hlut sinn, sem hann keypti þegar suður-kóreski bílaframleiðandinn varð næstum gjaldþrota árið 2010.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is