Það er ekki amalegt að mæta til vinnu á nýju ári og fara beint í það að prófa æðisgengnar útfærslur af Bronco við krefjandi aðstæður í Johnson Valley.

Sérfræðingar frá Ford Performance útskýra í meðfylgjandi myndbandi hvernig Bronco DR (desert race) og Bronco 4600 eru tæknilega útfærðir fyrir krefjandi keppni. Sá síðarnefndi er hannaður sérstaklega með það í huga að gera góða hluti í keppninni King of the Hammers.

image

Keppnin fer fram í Johnson Valley eftir þrjár vikur eða svo og má lesa um hana hér en Íslendingar hafa átt flotta fulltrúa í King of the Hammers; þá Ragnar Róbertsson og Magnús Sigurðsson en þeir eru vel þekktir úr íslensku torfærunni. Báðir hafa þeir keppt í King of the Hammers.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is