Hvaða Helgi er það? Nei, þetta er ekki hann Helgi heldur síðasta helgin á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Þá fylgir kvikmyndatökumaður tveimur dekkjatæknimönnum Aston Martin liðsins eftir og á bak við tjöldin er sjón sögu ríkari!

image

Það ráða engar tilviljanir því hvaða dekk fara undir hvaða bíl og hvenær! Allt er þetta eftir kúnstarinnar reglum. Myndir/Aston Martin

Það er ótrúlegt hvernig tveir dekkjatæknimenn undirbúa sig fyrir keppnishelgi í Formúlu1. Þeir bera ábyrgð á rúmlega fjörutíu umgöngum af Pirelli dekkjum hverja einustu keppnishelgi og í meðfylgjandi myndbandi fá áhorfendur að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá þeim Jim Duffy og Mick Fern en þeir hafa unnið saman í áratugi og græjað mörg dekkin.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is