Land Rover sýnir næsta Range Rover SV

Pantanabókin verður opnuð snemma árs 2022 fyrir 2023 árgerð SV

Rétt á hælana á hinum nýja Range Rover kemur Range Rover SV, jepplingur frá Land Rover Special Vehicle Operations sem Land Rover USA segir að hafi nægilega mikið af „einstökum hönnunaratriðum og efnisvali“ til að hann bjóði viðskiptavinum „meira svigrúm til að sérsníða en nokkru sinni áður“.

image

Land Rover opnar pöntunarbækurnar fyrir SV „snemma árs 2022“.

image

BMW-smíðuð, 523 hestafla, 4,4 lítra tveggja túrbína V-8 vél Range Rover er staðalbúnaður í SV. Range Rover ætlar að tilkynna verðið á SV „einhvern tímann í janúar“.

image

Framstuðari sem er einstakur á SV, fimm stanga grill og SV-merki eru helstu sératriðin á ytra byrði nýja SV og Land Rover segir að kaupendur geti valið um sjö felguvalkosti.

image

Það er val á 14 litum til viðbótar við staðlaða litaúrvalið, og SV „Bespoke Match to Sample“ málningarþjónustan (eða sérsniðin til að passsa við sýnishorn) „getur endurtekið hvaða ytri lit sem viðskiptavinur óskar eftir, gefur nánast takmarkalaust svigrúm fyrir sérstöðu,“ segir Land Rover.

image

Innrétting

Eintóna hálf-anilín leður er staðalbúnaður með SV útsaumi. Land Rover segir að það muni hafa frekari upplýsingar um valfrjálst leður í janúar.

image

Gírskiptingin, Terrain Response og hljóðstyrkstýringar eru úr keramik – í fyrsta sinn frá Land Rover Special Vehicle Operations - og það eru nokkrar viðartegundir (viðurinn kemur úr sjálfbærri skógrækt) í boði.

image

Land Rover segir að gerðin með lengra hjólhaf muni bjóða upp á valfrjálsa fjögurra sæta uppsetningu með niðurfellanlegu borði og ísskáp.

(frétt á Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is