Minni hávaði í Tesla S og X

Tesla bætir virkri „hávaðaminnkunartækni“ við Model S og X

Stærstu gerðir Tesla búa yfir nýrri tækni sem verður virk  með þráðlausri hugbúnaðaruppfærslu, þó aðeins fyrir nýjustu bílana

Tesla hefur aukið fágun farþegarýmis í Model S og Model X í nýjustu hugbúnaðaruppfærslu sinni, sem virkjar hávaðaminnkandi kerfi í bílnum.

Nýjasta þráðlausa uppfærslan, sem kynnir einnig fjölda annars konar þægindabúnaðar, kemur með nýjung sem er „virk hávaðaminnkun“.

Kerfið virkjar tvo hljóðnema sem eru innbyggðir í framsætin. Þeir mæla hávaða í farþegarými og, eins og Tesla orðar það, „mynda andfasa hávaða í gegnum hátalarana til að skapa hljóðlát svæði í kringum farþegana“.

image

Tesla Model S og Model X.

Kerfið hefur fengið misjafna dóma hingað til frá ökumönnum Tesla, sem gæti endurspeglað hvers vegna Tesla hefur kallað það „hávaðaminnkun“ frekar en „hávaðadeyfingu“. Tækni svipaða þessari er nú þegar að finna í ýmsum bílum frá öðrum framleiðendum.

Bara nýjustu S og X

Svo virðist sem hávaðaminnkunartæknin sé einnig aðeins fáanleg í allra nýjustu gerðum Model S og X.

Uppfærðir bílar eru einnig sagðir hafa getu til að tilkynna um ójafnt slit á dekkjum, en Autopark-aðgerðin er nú fær um að bera kennsl á hornrétt bílastæði.

Jafnframt hefur eiginleika verið bætt við, þótt hann sé í byrjun í „Beta“ prófunarstöðu, sem samstillir óskir ökumanns, þar á meðal sæti, spegil og stýrisstöðu, og gerir honum kleift að nota í annarri Tesla sem er í eigu sama ökumanns.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is