Nissan á tunglið?

Nissan Lunar Rover hugmyndin kynnt sem hluti af JAXA samstarfi

Frumgerð Nissan notar sömu e-4ORCE tækni og Ariya jepplingurinn og er hannaður til að veita grip á yfirborði tunglsins.

Nissan er að víkka sjóndeildarhringinn – bókstaflega. Fyrirtækið hefur tekið höndum saman við „Japan Aerospace Exploration Agency” (JAXA) og hannað nýja frumgerð tunglbílsins og notað til þess þá sérfræðiþekkingu sem það öðlaðist við þróun á hreinum rafmögnuðum Ariya.

Nissan segir að tunglbíll framleiðandans noti sömu e-4ORCE mótorstýringartækni og jeppinn, sem fyrirtækið heldur fram að muni gefa rannsakandanum meira grip á hálu yfirborði tunglsins og gera honum kleift að heimsækja enn ókannað svæði í næsta nágrenni jarðar.

Svolítið ólíkt nýlega kynntum Ariya Single Seater Concept frá Nissan, deilir flakkarinn ekki grunni sínum með Ariya jepplingnum, því þannig væri tunglflakkarinn allt of þungur fyrir geimferð.

Í staðinn er bara notast við endurgerða útgáfu af hugbúnaðinum sem stjórnar því.

image

Hugbúnaðurinn virkar svolítið eins og togstýringarkerfi; hjálpar til við að takmarka snúning hjóla á hálum flötum (eins og mjúkum sandlíkum „regolith“ sem er jarðvegsþekjan sem hylur yfirborð tunglsins) og gerir flakkanum kleift að klifra upp brattar hæðir eða yfir oddhvassa steina.

Fyrir flakkarann hefur Nissan einnig leyft e-4ORCE kerfinu að stjórna hverju hjóli sjálfstætt.

Á Ariya bílnum sem ætlaður er fyrir venjulega vegi getur kerfið aðeins stjórnað hverjum öxli þar sem jeppinn hefur tvo rafmótora í stað fjögurra. Myndband Nissan sýnir kerfið að störfum og virkni tunglbílsins: 

Toshiyuki Nakajima, ökutækjaverkfræðingur Nissan og yfirmaður e-4ORCE áætlunarinnar, sagði: „Notkun bíla og akstursaðstæður eru víðtækar.“

image

„Við stefnum að fullkominni akstursframmistöðu með rannsóknum okkar og þróun og trúum því að þekkingin sem fæst með þessum sameiginlegu rannsóknum með JAXA muni leiða til nýjunga í farartækjum okkar sem munu skila viðskiptavinum ávinningi.

Ekkert hefur enn verið gefið upp um hvenær frumgerð Nissan tunglbílsins mun taka risastökkið upp á yfirborð tunglsins. Við gerum ekki ráð fyrir því að það komist af stað í bráð - en JAXA fullvissar okkur um að verkefnið muni nýtast í komandi geimferð.“

Ikkoh Funaki, forstöðumaður JAXA geimkönnunar- og nýsköpunarmiðstöðvar, sagði: „JAXA stefnir að því að beita rannsóknarniðurstöðum til framtíðar geimkönnunar.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is