Hvaða möguleika ætli fjarstýrður agnarsmár „formúlubíll“ eigi á að vinna alvöru formúlubíl í spyrnu? Í fljótu bragði myndu flestir telja möguleikana afar litla - nema formúlubíllinn bili eða að ökumaður hans sé einhver aukvisi.

Þetta var prófað fyrir fáeinum vikum og er útkoman virkilega skemmtileg!

Annars vegar er alvöru formúlubíll frá Red Bull, RB7, með 2.4 lítra V8 vél, 750 hö og er bíllinn aðeins 650 kíló. Ökumaðurinn er enginn nýgræðingur, heldur hinn þaulreyndi fyrrum keppandi í Formúlu 1, David Coulthard.

image

Myndir/Skjáskot/YouTube

Fjarstýrði bíllinn er auðvitað mun léttari, já og ódýrari! Sá sem stjórnar þeim fjarstýrða, Chris frá Arma RC situr í bíl með „þriðja“ keppandanum en sá bíll er af gerðinni Honda NSX með  3.0 lítra twin-túrbó V6 vél. Hestöflin efru 581 og þyngdin 1.760 kíló.

image

Áður en ég „tala“ af mér er best að þið horfið á myndbandið af kappakstrinum! Gjörið svo vel!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is