Það er sannarlega af mörgu að taka eftir daginn en best er að byrja hreinlega á sjálfum úrslitunum:

image

Góður dagur fyrir marga. Hamilton sagðist í betra formi en nokkru sinni. Myndir/Mercedes

Magnað alls konar

    • Þetta er 102. sigur Hamiltons í Formúlu eitt og hefur enginn unnið fleiri keppni en þessi frábæri ökumaður.
    • Alonso er loks aftur á verðlaunapalli eftir sjö ára „bið“.
    • Níuhrundraðasta keppni McLaren-liðsins í Formúlu 1 frá upphafi.
    • Keppnin í dag er sú 1.055. í Formúlu 1.
    • Aldrei nokkurn tíma áður hefur keppni í Formúlu 1 farið fram 21. nóvember
    • Hamilton varð í dag sá fyrsti í sögunni sem unnið hefur á 30 mismunandi brautum í Formúlu 1.

image

Nokkrar dekkja og pitt staðreyndir dagsins. Mynd/Pirelli

image

Smá um Losail brautina í Katar

    • Losail International brautin var upphaflega lögð fyrir mótorhjólakeppnir.
    • Rétt rúmt ár tók að búa brautina til.
    • Brautin var fyrst notuð fyrir MOTOGP keppni árið 2004, eða fyrir 17 árum síðan.
    • Katar hefur undirritað tíu ára samning um að keppt verði á brautinni og tekur samkomulagið gildi árið 2023.
    • Nico Hülkenberg og Sergio Perez hafa keppt á þessari braut áður en það var árið 2009 í GP2 Asia Series.

image

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is