• Hann verður frumsýndur árið 2022

Volkswagen er smám saman að opinbera frekari upplýsingar um framleiðsluútgáfu ID.Buzz hugmyndabílsins. Við sáum bílinn sem mjög dulbúna sjálfakandi skutlu í september 2021 og nýjasta myndin sem þýski bílaframleiðandinn sendi frá sér sýnir rafmagnsbílinn í mun minni felulitum. Reyndar eru felulitirnir á bílnum í dag alveg í takt við myndir á plötuumslögunum á „hippatímanum“.

Sumar vísbendingar um útlit hafa hins vegar breyst: neðri hluti framstuðarans hefur verið endurhannaður, framljósin sem voru með framúrstefnulegu útliti hafa orðið að víkja fyrir raunsærri einingum og baklýst Volkswagen-merkið er horfið af framendanum. Bíllinn fær líka spegla og hurðarhúna.

Á heildina litið lítur út fyrir að ekki hafi mikið tapast í umskiptum frá hugmyndabíl yfir í framleiðslugerð en við bíðum þar til við sjáum Buzz í endanlegri gerð til að kveða upp endanlegan dóm. Og eins og hugmyndin mun framleiðslulíkanið koma með rafdrifinni aflrás. Hann er byggður á MEB grunni VW, sem er undirstaða vaxandi fjölda rafbíla; þar á meðal ID.4 crossover og nýlega kynntum ID.5, svo Volkswagen mun geta boðið afbrigði afturdrifs og fjórhjóladrifs. Útfærslur með stuttu og löngu hjólhafi verða fáanlegar á heimsvísu, en í fyrri frétt er fullyrt að aðeins sú síðarnefnda verði boðin í Bandaríkjunum, þar sem bíllinn verður markaðssettur sem glæsilegur ævintýrabíll.

image

Hér má sjá gamla upphaflega „rúgbrauðið“ frá VW og hægra megin er hugmyndin að ID.Buzz sem var sýnd í Genf árið 2017.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is